Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 10:28 Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri Icelandair. „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
„Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott,“ segir Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair um flugið til Sjanghæ og hjartað yfir borginni. Flugmenn Boeing 767 vélar Icelandair sem komu til landsins á sunnudaginn með átján tonn af lækningavörum frá Kína lögðu lykkju á leið sína til Keflavíkur og flugu yfir höfuðborgarsvæðið á sérstakan hátt. Myndaði ferill vélarinnar þá hjarta yfir borginni og er gjörningurinn ætlaður til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki landsins en fyrir miðju hjartanu er að finna Landspítalana við Hringbraut og í Fossvogi. „Okkur fannst þetta strax alveg stórkostleg hugmynd enda erum við óskaplega þakklát þessu fólki eins og þjóðin öll. Þetta þarf undirbúning eins og annað. Við búum svo vel að við erum með okkar eigin flughermi í Hafnarfirði, þannig að þeir fóru í flugherminn og æfðu þetta og bjuggu til hnit og útlínur sem þeir unnu svo með í gegnum flugtölvu vélarinnar. Þetta er vandasamt að gera þetta og erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera.“ Hún segir að aðstæður á sunnudaginn hafi ekki verið þær bestu. „Það var mikill vindur í lofti og það þarf að taka tillit til þess svo þetta verði fallegt. Það er í raun sjálfstýring á og þeir voru búnir að búa til í hnittölvu vélarinnar hnit og útlínur.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Lindu sem tekið var í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira