Upplýsingamiðlun er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. apríl 2020 09:00 „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórn við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Það hefur sjaldan eða aldrei verið meiri áskorun fyrir stjórnendur að stýra starfsfólki og vinnustöðum en við þær aðstæður sem við búum við í dag á þessum óvissutímum, þegar hlutir breytast frá degi til dags eða jafnvel innan sama dags,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórnun við Háskóla Íslands. Hann segir miðlun upplýsinga eitt af því sem stjórnendur þurfa að huga að og vanda sig vel við. „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi. Gylfi Dalmann er með M.A gráðu í vinnumarkaðsfræðum frá University of Warwick og hefur komið að ótal verkefnum og rannsóknum fyrir atvinnulífið. Þá hefur Gylfi starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi, stjórnendaþjálfi hjá IMG (nú Capacent) og fræðslustjóri hjá VR. Gylfi hefur kennt við Háskóla Íslands frá aldamótum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Gylfi segir upplýsingamiðlun til starfsfólks miðað við stöðuna sem nú er uppi, ekki einfalda fyrir stjórnendur. Að halda dampinum, viðhalda liðsheildinni, góðum starfsanda og jákvæðri vinnustaðamenningu eru meðal þeirra atriða sem stjórnendur þurfa að huga að,“ segir Gylfi og bætir við „Þetta er sérstaklega flókið verkefni þar sem margir hafa misst vinnuna, eru í hlutastarfi eða vinna alfarið heiman frá sér.“ Þá segir Gylfi ekki nóg að segja hlutina bara einu sinni. „Í breytingastjórnun, en það sem við erum að upplifa er ekkert annað en meiriháttar breytingar er miðlun upplýsinga grundvallarreglan,“ segir Gylfi og bætir við ,,og það þarf að nota alla mögulega og ómögulegar leiðir til þess. Stundum er sagt að það þurfi að segja hlutina sjö sinnum á sjö mismunandi vegu til að fyrirbyggja misskilning og koma réttum skilaboðum á framfæri,“ segir Gylfi. „Það er mikilvægt að upplýsa starfsmenn um stöðuna hverju sinni og mér sýnist stjórnendur, fyrirtæki og hagsmunasamtök fyrirtækja vera að standa sig vel þar,“ segir Gylfi og bendir sérstaklega á ferðaþjónustuna sem nú rær lífróður. Góð ráð og algeng mistök Gullna reglan er að segja allt, vera heiðarlegur, greina fljótt og örugglega frá því sem framundan er og segja allan sannleikann,“ segir Gylfi. Þá er oft hægt að huga að því sem betur má fara með því að horfa til þeirra atriða sem teljast algeng mistök. Gylfi nefnir tvö dæmi sérstaklega: „Algengustu mistökin er að starfsmenn heyri of seint eða alls ekki um þau viðbrögð eða áætlanir sem fyrirtækja munu grípa til og starfsmenn fái jafnvel fréttir í gegnum fjölmiðla um það sem er að gerast, eins og þeir geta nú verið mikilvægir að koma upplýsingum á framfæri. Svo þarf að passa sig að draga ekki einstaka starfshópa fram og segja þá vera hluta af þeim vanda sem fyrirtæki standa frammi fyrir, það er ekki góð latína. Þetta eru jú óviðráðanlegar ytri aðstæður, force majeur sem enginn sá fyrir að myndi gerast, þá skiptir mestu máli að sýna samheldni ekki sundurlyndi,“ segir Gylfi. Gylfi segir einnig mikilvægt að huga að áhrifum uppsagna á starfsfólkið sem eftir situr.Vísir/Vilhelm Áhrif uppsagna og fjarvinna Gylfi segir einnig mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyrir áhrifum uppsagna. Þar þurfi að hlúa vel að þeim sem missa vinnuna og veita þeim allan þá stuðning sem hægt er. Oft komi stéttarfélögin inn í þá vinnu og veiti sínum félagsmönnum aðstoð. Svo má ekki gleyma þeim sem eftir sitja, sleppa við uppsagnir, eru hólpnir, það þarf einnig að huga að þeim,“ segir Gylfi. „Stjórnendur gætu hugað að því sem er kallað „heilkenni hins hólpna“ eða „lay off survivor“. Uppsagnir reyna á mjög marga aðila innan vinnustaða, ekki bara þann sem fær uppsögnina heldur líka stjórnendur og þá sem þurfa að standa að uppsögninni og ekki síst þá sem eftir sitja. Það þarf að huga mjög vel að þessu,“ segir Gylfi. Loks bendir Gylfi á mikilvægi þess að stjórnendur séu í sambandi við starfsfólk sem nú starfar í fjarvinnu. „Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnendur að vera í góðu sambandi við starfsmenns sína, sérstaklega við þá sem eru að vinna heiman frá sér, sem jafnvel hafa gert það í nokkrar vikur eins og dæmi eru um, eða eru í hlutastarfaúrræðinu og vinna minna en ella,“ segir Gylfi og bætir við „Þetta er gert og er hægt að gera með öllum þeim fjarvinnu- og fjarfundamöguleikum sem eru í boði, Workplace FB, Teams, Zoom og fleira.“ Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Það hefur sjaldan eða aldrei verið meiri áskorun fyrir stjórnendur að stýra starfsfólki og vinnustöðum en við þær aðstæður sem við búum við í dag á þessum óvissutímum, þegar hlutir breytast frá degi til dags eða jafnvel innan sama dags,” segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðstjórnun við Háskóla Íslands. Hann segir miðlun upplýsinga eitt af því sem stjórnendur þurfa að huga að og vanda sig vel við. „Það er grundvallarregla í breytinga- og krísustjórnun, miðla upplýsingum, koma í veg fyrir misskilning og rangar upplýsingar,” segir Gylfi. Gylfi Dalmann er með M.A gráðu í vinnumarkaðsfræðum frá University of Warwick og hefur komið að ótal verkefnum og rannsóknum fyrir atvinnulífið. Þá hefur Gylfi starfað sem ráðgjafi hjá Hagvangi, stjórnendaþjálfi hjá IMG (nú Capacent) og fræðslustjóri hjá VR. Gylfi hefur kennt við Háskóla Íslands frá aldamótum. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um upplýsingamiðlun til starfsfólks á erfiðum tímum. Gylfi segir upplýsingamiðlun til starfsfólks miðað við stöðuna sem nú er uppi, ekki einfalda fyrir stjórnendur. Að halda dampinum, viðhalda liðsheildinni, góðum starfsanda og jákvæðri vinnustaðamenningu eru meðal þeirra atriða sem stjórnendur þurfa að huga að,“ segir Gylfi og bætir við „Þetta er sérstaklega flókið verkefni þar sem margir hafa misst vinnuna, eru í hlutastarfi eða vinna alfarið heiman frá sér.“ Þá segir Gylfi ekki nóg að segja hlutina bara einu sinni. „Í breytingastjórnun, en það sem við erum að upplifa er ekkert annað en meiriháttar breytingar er miðlun upplýsinga grundvallarreglan,“ segir Gylfi og bætir við ,,og það þarf að nota alla mögulega og ómögulegar leiðir til þess. Stundum er sagt að það þurfi að segja hlutina sjö sinnum á sjö mismunandi vegu til að fyrirbyggja misskilning og koma réttum skilaboðum á framfæri,“ segir Gylfi. „Það er mikilvægt að upplýsa starfsmenn um stöðuna hverju sinni og mér sýnist stjórnendur, fyrirtæki og hagsmunasamtök fyrirtækja vera að standa sig vel þar,“ segir Gylfi og bendir sérstaklega á ferðaþjónustuna sem nú rær lífróður. Góð ráð og algeng mistök Gullna reglan er að segja allt, vera heiðarlegur, greina fljótt og örugglega frá því sem framundan er og segja allan sannleikann,“ segir Gylfi. Þá er oft hægt að huga að því sem betur má fara með því að horfa til þeirra atriða sem teljast algeng mistök. Gylfi nefnir tvö dæmi sérstaklega: „Algengustu mistökin er að starfsmenn heyri of seint eða alls ekki um þau viðbrögð eða áætlanir sem fyrirtækja munu grípa til og starfsmenn fái jafnvel fréttir í gegnum fjölmiðla um það sem er að gerast, eins og þeir geta nú verið mikilvægir að koma upplýsingum á framfæri. Svo þarf að passa sig að draga ekki einstaka starfshópa fram og segja þá vera hluta af þeim vanda sem fyrirtæki standa frammi fyrir, það er ekki góð latína. Þetta eru jú óviðráðanlegar ytri aðstæður, force majeur sem enginn sá fyrir að myndi gerast, þá skiptir mestu máli að sýna samheldni ekki sundurlyndi,“ segir Gylfi. Gylfi segir einnig mikilvægt að huga að áhrifum uppsagna á starfsfólkið sem eftir situr.Vísir/Vilhelm Áhrif uppsagna og fjarvinna Gylfi segir einnig mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyrir áhrifum uppsagna. Þar þurfi að hlúa vel að þeim sem missa vinnuna og veita þeim allan þá stuðning sem hægt er. Oft komi stéttarfélögin inn í þá vinnu og veiti sínum félagsmönnum aðstoð. Svo má ekki gleyma þeim sem eftir sitja, sleppa við uppsagnir, eru hólpnir, það þarf einnig að huga að þeim,“ segir Gylfi. „Stjórnendur gætu hugað að því sem er kallað „heilkenni hins hólpna“ eða „lay off survivor“. Uppsagnir reyna á mjög marga aðila innan vinnustaða, ekki bara þann sem fær uppsögnina heldur líka stjórnendur og þá sem þurfa að standa að uppsögninni og ekki síst þá sem eftir sitja. Það þarf að huga mjög vel að þessu,“ segir Gylfi. Loks bendir Gylfi á mikilvægi þess að stjórnendur séu í sambandi við starfsfólk sem nú starfar í fjarvinnu. „Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnendur að vera í góðu sambandi við starfsmenns sína, sérstaklega við þá sem eru að vinna heiman frá sér, sem jafnvel hafa gert það í nokkrar vikur eins og dæmi eru um, eða eru í hlutastarfaúrræðinu og vinna minna en ella,“ segir Gylfi og bætir við „Þetta er gert og er hægt að gera með öllum þeim fjarvinnu- og fjarfundamöguleikum sem eru í boði, Workplace FB, Teams, Zoom og fleira.“
Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00