Sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu Ólafur Ögmundarson skrifar 1. apríl 2020 11:30 Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun