Telja sig á spori viðsjálla svarthola Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 13:09 Teikning af svartholi af gleypa í sig stjörnu. Vísindamenn telja að slíkur viðburður hafi valdið röntgenblossa sem tvö gervitungl komu auga á árið 2006. ESA/Hubble, M. Kornmesser Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira