Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 16:11 Heilbrigðisyfirvöld vilja spara hlífðarbúnað eins og grímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir og umgengst COVID-sýkta einstaklinga. Þau telja vafasamt hvort almenn notkun á grímum hjálpi til við að hefta útbreiðslu veirunnar. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) er nú sögð íhuga að beina þeim tilmælum til allra Bandaríkjamanna að ganga með grímur til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum með vísan til þess fregna af því hversu margir sem smitast sýna engin einkenni. Fram að þessu hefur CDC og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sagt að almennir borgarar ættu ekki að nota grímur nema þeir séu veikir og hóstandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók fyrir að til stæði að endurskoða afstöðu heilbrigðisyfirvalda hér á landi til grímunotkunar á upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. Grímur geti veitt falska öryggiskennd og rannsóknir kasti vafa á að þær hjálpi mikið. „Auk þess viljum við spara þennan búnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Það er barist um hverja einustu grímu, hvern einasta slopp, hvern einstasta hanska á heimsvísu þannig að við viljum ekki að almenningur sé að nota þetta að nauðsynjalausu. Við viljum að þetta sé fyrir fólk sem fyrst og fremst er að annast og umgangast veikt fólk,“ sagði Þórólfur. Spurður út í þátttöku Íslands í sameiginlegum innkaupum Evrópuríkja á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum sem tilkynnt var um í gær sagði Þórólfur að reynslan sýndi að samstarf af þessu tagi hefði oft gengið hægt fyrir sig. Stóru þjóðirnir nái gjarnan mestu til sín en aðrir sitji eftir. Stefna yfirvalda sé að að reyna að útvega sér sjálf búnað eins og þau geta. Einnig lagði sóttvarnalæknir áherslu á að fara þyrfti sparlega með sýnatökur og vanda valið á þeim sem væru sendir í skimun. Vitað væri að fjöldi manns sé með væg eða engin einkenni. Fyrst og fremst eigi að taka sýni úr þeim sem eru með einkenni og setja aðra í sóttkví. Sýni fólk í sóttkví engin einkenni í fjórtán daga ætti það ekki að vera smitað eða smitandi en taka þurfi sýni úr þeim sem hafi einkenni. „Þetta er takmörkuð auðlind sem þarf að nýta vel,“ sagði Þórólfur um sýnatökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51 Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir hlífðarbúnaði og tækjum Aldrei hefur meira farið af hlífðarbúnaði vegna farsóttar. Landspítalinn hefur nú tekið við af sóttvarnalækni að sjá um innkaup á slíkum búnaði. Um er ræða afar stórt verkefni að sögn forstjórans. 1. apríl 2020 11:51
Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verkefnastjóri hjá Landlækni biðlar til fólks að ofnota ekki fatnaðinn. 31. mars 2020 12:40