Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 18:25 Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og algjör óvissa um framtíðina. „Þetta í rauninni snýst um það að við vitum ekki hve lengi þetta ástand sem við erum í mun vara, hvort það verði þrír, sex eða tólf mánuðir. Þar af leiðandi verðum við að bregðast við þessum algjöra tekjubresti með því að skera mjög mikið niður hjá okkur núna en á sama tíma að halda sveigjanleika fyrirtækisins og grunnstarfseminni þannig að við verðum tilbúin ef að eftirspurnin tekur við sér, hvenær sem er sem það gerist. Þannig að við ætlum að halda innviðunum sterkum í gegnum þetta tímabil,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. En hver er þessi grunnstarfsemi Icelandair? „Það er sölustarfsemin, leiðakerfið þarf að vera tilbúið ásamt flugflotanum. Sömuleiðis starfsfólkið aftur. Því miður þurfum við að segja mjög mörgum upp núna en vonumst til að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér. Það þarf að halda öllu þessu kerfi gangandi svo við getum farið aftur af stað þegar eftirspurnin fer aftur í gang.“ Fjöldi uppsagna verðu mun meiri um komandi mánaðamótin en í síðasta mánuði. Endanleg tala liggur þó ekki fyrir að sögn Boga. Hann segir að verið sé að teikna þessar niðurskurðaraðgerðir upp næstu daga. Í fyrra störfuðu um 5.000 manns hjá fyrirtækinu. Forstjórinn sér þó tækifæri í framtíðinni. „Við höfum fulla trú á því. Icelandair og Ísland mun hafa mjög mörg tækifæri í framtíðinni. Þó hagkerfi heimsins muni kólna og heildarfjöldi ferðamanna í heiminum muni minnka, þá teljum við að Ísland hafi alla burði til að auka markaðshlutdeild sína. Það verði meiri eftirspurn eftir að komast í víðfeðmið á Íslandi heldur en í biðraðir í stórborgum. Við teljum einnig að það verði tækifæri fyrir tengimiðstöðina í Keflavík fyrir Evrópu og Norður Ameríku. Við höfum séð það áður eftir krísur að afkoma Icelandair hefur verið sterk eftir slíkt og félagið hefur gripið þau tækifæri sem hafa komið.“ Icelandair mun því ná fyrri styrk aftur? „Ég er algjörlega sannfærður um það og það ætlum við að gera.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira