„Talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 10:45 Jón Karl Björnsson og Halldór Ingólfsson unnu fjölda titla saman með Haukum. „Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
„Þetta var sérstök stund. Það var ótrúlegt að við skyldum komast svona langt og verða Íslandsmeistarar,“ sagði Halldór Ingólfsson í samtali við Vísi er hann var beðinn um að rifja upp þegar Haukar urðu Íslandsmeistarar á þessum degi fyrir 20 árum. Haukar sigruðu þá Fram, 24-23, og unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 1943, eða í 57 ár. Þessi Íslandsmeistaratitill markaði upphafið að gullöld Hauka sem hafa verið langsigursælasta liðið íslenskum karlahandbolta á þessari öld. „Ég man vel eftir höggbylgjunni sem maður fékk á sig þegar áhorfendur hlupu inn á völlinn eftir leikinn og fögnuðu með okkur. Þetta er ógleymanleg stund,“ sagði Halldór sem skoraði þrjú mörk í leiknum fyrir 20 árum. Hann var fyrirliði Hauka á þessum tíma. Snerum þessu við Haukar fóru nokkuð grýtta leið að Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Þeir enduðu í 4. sæti í deildarkeppninni og slógu Aftureldingu út á dramatískan hátt í undanúrslitunum. Í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fram steinlágu Haukar svo með tíu marka mun, 30-20. „Við skíttöpuðum fyrsta leiknum og það var talað um að við hefðum eyðilagt úrslitakeppnina með því að komast í úrslit. Þetta yrði létt 3-0 fyrir Fram. En við snerum þessu við og kláruðum þetta,“ sagði Halldór sem var markahæstur í úrslitakeppninni 2000, ásamt Framaranum Kenneth Ellertsen, með 46 mörk. Haukar unnu úrslitaeinvígið, 3-1, og urðu því meistarar í fyrsta sinn síðan á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki spurning hvort heldur hvenær Haukar höfðu oft haft á góðu liði að skipa árin á undan en aldrei stigið stærsta skrefið og orðið Íslandsmeistarar. „Það var bara spurning hvenær þetta myndi smella. Ekki hvort heldur hvenær. Frá 1997, þegar við urðum bikarmeistarar, vorum við með flott lið en það vantaði bara punktinn yfir i-ið. Það gerðist þarna og ekkert stoppað eftir það,“ sagði Halldór. Haukar urðu aftur Íslandsmeistarar árið eftir (2001) og frá aldamótum hafa þeir alls tíu sinnum orðið Íslandsmeistarar. Bikarmeistaratitlarnir eru fimm talsins og deildarmeistaratitlarnir ellefu. „Það var komið hungur og gríðarlega mikill vilji í liðið. Við bættum nokkrum góðum leikmönnum í hópinn og vorum með frábært lið á sínum tíma,“ sagði Halldór. „Við spiluðum líka á móti bestu liðum Evrópu á þessum tíma og stóðum okkur vel á móti þeim.“ Samspil margra þátta En eftir að ísinn var brotinn, hvernig hafa Haukar haldið sér á toppnum? „Þetta er samspil þess að vera með góða stjórn, stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara. Og vera með flotta umgjörð. Ef þú heldur öllu þessu góðu ertu á toppnum. En það er ekkert einfalt,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla Hafnarfjörður Haukar Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn