„Var að gæla við það að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn
Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira