Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 11:45 Konungur Hollands, Vilhjálmur Alexander, ásamt Gunnari Pálssyni, sendiherra Íslands í Brussel, árið 2018. EPA Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu. Utanríkismál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu.
Utanríkismál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent