Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 11:45 Konungur Hollands, Vilhjálmur Alexander, ásamt Gunnari Pálssyni, sendiherra Íslands í Brussel, árið 2018. EPA Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu. Utanríkismál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. Drög utanríkisráðherra að frumvarpi til breytinga á lögum um utanríkisþjónustuna, sem miða að því að koma á fastri skipan við val á sendiherrum til framtíðar, var birt 2. mars og óskað eftir umsögnum. Setja á þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Í frumvarpinu er því haldið fram að sendiherrum hafi fjölgað svo undanfarin ár að það samræmist illa umfangi og verkefnum utanríkisþjónustunnar. Taldi ástæðu til rannsóknar Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, sendi inn umsögn um frumvarpið 16. mars síðastliðinn. Þar fór hann hörðum orðum um það. Óskaði hann útskýringa á því hvers vegna kastljósinu sé eingöngu beint að sendiherrum og þeir teknir út fyrir sviga. Gunnar, sem hefur starfað sem sendiherra í 30 ár, bendir á í umsögn sinni að eingöngu ráðherrar hafi vald, í umboði forseta, til að skipa sendiherra. Gunnar segir að hafi ráðherrar gengið svo langt að beita þessu valdi sínu að nauðsynlegt sé nú að breyta lögum, virðist full ástæða til að rannsaka nánar hvort ráðherrar hafi farið illa með þetta vald sitt, jafnvel misnotað það eða gerst sekir um spillingu. Gunnar segir frumvarpið illa rökstutt, ruglingslegt, mótsagnakennt og kynda undir tilefnislausa tortryggni í garð einnar starfsstéttar stjórnarráðsins. Segja Gunnar hafa hafnað flutningi Utanríkisráðherra sagðist ekki geta veitt fréttastofu viðtal sökum anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu um málið kemur fram að ákveðið hafi verið að Gunnar flyttist til starfa á nýja skrifstofu og honum tilkynnt um það 11. mars. Fimm dögum síðar hafi umsögn sendiherrans borist. Ráðuneytið segir flutninginn hafa verið hluta af hefðbundnum flutningum sendiherra í utanríkisþjónustunni og hluti af stærri ákvörðun og tilfærslum sem tilkynnt verður um á næstunni. Sendiherrann hafi beðist undan þessum flutningi og komi því til starfa í utanríkisráðuneytinu.
Utanríkismál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira