Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. apríl 2020 14:00 Lítið hefur verið að gera hjá ökukennurum frá því að samkomubann var sett á. Það gæti hins vegar snúist við þegar samkomubanni verður aflétt. Vísir/Jóhann K. Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin. Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt. Um tvö hundruð og fimmtíu ökukennarar sem starfa hér á landi hafa ekki farið varhluta af þeim hömlum sem hafa verið í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur. Frá 16. mars hafa ökukennarar ekki getað sinnt starfi sínu.„Það er bara allt lokað hjá okkur. Við tökum þátt í þessu og höldum okkur bara heima,“ segir Björgvin. Um fimmþúsund og fimm hundruð ökunemar þreyta ökupróf á ári hverju. Frá því að samkomutakmarkanir voru settar á hefur enginn nýr ökumaður komið á göturnar. Klippa: Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni Uppsöfnuð þörf fyrir að komast í verklegt ökupróf mikil „Það hefur safnast upp því að bóklegu prófin þau hafa getað haldið áfram á mörgum stöðum, þar sem hægt hefur verið að halda þessari tveggja metra fjarlægð. Þannig að það er að safnast upp heilmikið af ökunemum sem eru búnir með skriflega prófið og þurfa að komast í verklegt próf,“ segir Björgvin. Þar af leiðandi er líklegt að álag eigi eftir að skapast hjá ökukennurum og prófdeild Frumhelja þegar óþreyjufullir ökunemar vilja komast undir stýri. Björgvin Þór Guðnason, formaður Ökukennarafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Ökukennarar hafa orðið fyrir tekjuskerðinu í samkomubanni Björgvin segir marga ökukennara í hlutastarfi en þó séu þeir fjölmargir í fullu starfi sem hafa verið tekjulausir núna í nokkrar vikur. „Það auðvitað færist til álagið. Krakkarnir sem eru að taka prófin þurfa að taka próf og taka flest próf í sumar. Þannig að það má segja að við séum að taka sumarfríið svolítið snemma þetta árið,“ segir Björgin. Björgvin segir að þar sem búið sé að ákveða að slaka á takmörkunum 4. maí geti ökukennarar tekið aftur til starfa. „Þannig að á von á því bara núna að strax í þessari viku að þá verði hægt að bóka í verkleg próf að nýju. Þannig að þeir nemendur setja sig bara í samband við sína kennara,“ segir Björgvin.
Umferðaröryggi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira