Vinnumálastofnun nær ekki að greiða allt út á réttum tíma næstu mánaðamót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 15:23 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, var gestur upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira