Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 23:10 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Hanna Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira