Um 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar: „Eina vissan er óvissan“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 15:30 Lárus Haukur er með MS sjúkdóminn. Hann er viðmælandi í Kompás og segir síðustu vikur hafa verið gríðarlega erfiðar. Vísir/Vilhelm Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir.
Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30