Um 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar: „Eina vissan er óvissan“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. apríl 2020 15:30 Lárus Haukur er með MS sjúkdóminn. Hann er viðmælandi í Kompás og segir síðustu vikur hafa verið gríðarlega erfiðar. Vísir/Vilhelm Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Um það bil 70 þúsund Íslendingar tilheyra áhættuhópum vegna kórónuveirunnar og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum hennar en aðrir. Ekki er vitað hvenær fólkinu er óhætt að fara út í samfélagið að nýju. Nú þegar styttist í að sóttkví, samkomubann og einangrun hætti að einkenna líf flestra Íslendinga er enn óvíst hve langt er í að svokallaðir áhættuhópar geti farið áhyggjulaust út í samfélagið að ný. Innsýn er fengin í líf þessa fólks í nýjasta Kompás. Talið er að um það bil sjötíu þúsund Íslendingar tilheyri áhættuhópum en þeir eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Fólkið er í mismikilli áhættu enda sjúkdómar misalvarlegir hjá hverjum og einum. „Til dæmis bara þegar kemur að sykursýki þá vitum við að yfir sextugt þá eru þetta 7.600 manns. Með langvinna lungnateppu eru það 4.700 manns. Háþrýstingur hefur verið nefndur sem áhættuþáttur en það eru yfir þrjátíu þúsund manns í hópi sextíu ára og eldri. Hjartasjúkdómar og aðrir eru 16.000 manns og svo mætti lengi telja og síðan er auðvitað hópur aldraðra mjög stór þannig yfir 67 ára eru þetta 43.500 manns,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Enn sé byggt á gögnum frá Kína varðandi áhættuþættina þar sem gögn frá Evrópu eigi eftir að berast. Hún segir gríðarlega mikilvægt að gögnin verði tekin saman svo hægt verði að segja með vissu hverjir þurfi að halda áfram að gæta sín sérstaklega vel. Þetta fólk hefur meira og minna verið í verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni og landlæknir segist ekki geta sagt hvenær það verður. „Eins og fyrrum sóttvarnarlæknir hefur sagt: Í faraldri þá er eina vissan, óvissan. Það gildir svo sannarlega í þessum faraldri,“ segir Alma D. Möller, landlæknir.
Kompás Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent