Sport

Júlían J. K. æfir í Putalandi

Andri Eysteinsson skrifar
Íþróttamaður ársins er engin smásmíði en annað má segja um æfingaaðstöðu hans þessa dagana. Aðstæður hans þessa dagana minna á Gúllíver í Putalandi.
Íþróttamaður ársins er engin smásmíði en annað má segja um æfingaaðstöðu hans þessa dagana. Aðstæður hans þessa dagana minna á Gúllíver í Putalandi. Vísir/Vilhelm

Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn þeirra er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra.

Í hertu samkomubanni vegna kórónuveirunnar var líkamsræktarstöðvum lokað og aðgengi flestra að lóðum heft. Það eru fáir sem nýta sér lóðin og stangirnar eins vel og Júlían og því var ekkert annað í stöðunni heldur en að búa sér til góða aðstöðu heima fyrir.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis heimsótti Júlían og fékk að fylgjast með heimaæfingu heimsmethafans í réttstöðulyftu. Sjá má myndasyrpu Villa hér að neðan.

Þegar heimsmet eru slegin í réttstöðulyftu þarf allt að vera tipp topp, sérstaklega gripið. Heimsmet Júlíans stendur í 405,5 kílóum.Vísir/Vilhelm
Lofthæðin í griðastað heimsmethafans er ekki mikið meira en tveir metrar. Gólfflöturinn er um fimm fermetrar.Vísir/Vilhelm
Júlían hefur ekki verið þekktur fyrir það að sleppa æfingu og kemur kórónuveiran ekki í veg fyrir bætingar.Vísir/Vilhelm
Júlían hleður á stöngina en 340 kíló í réttstöðulyftu og 300 kíló í hnébeygju er það mesta sem hann hefur lyft heimafyrir.Vísir/Vilhelm
Faraldur eður ei. Þá eru 270 kíló enn 270 kíló.Vísir/Vihelm
Æfing dagsins er ekki flókin. Hún felst í því að lyfta þungu.Vísir/Vilhelm
Júlían ætlar að vera klár þegar kallið kemur og stefnir á gull í næsta kraftlyftingamóti.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×