Dennis Rodman og Carmen Electra stunduðu kynlíf á miðjum æfingavelli Chicago Bulls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Dennis Rodman og Carmen Electra voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicagi Bulls liðinu. Getty/Steve Granitz Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Hinn litríki Dennis Rodman fékk heldur betur á sig sviðsljósið í nýjustu þáttum heimildarþáttanna vinsælu „The Last Dance“ og þar á meðal kom við sögu gömul kærasta hans Carmen Electra. Carmen Electra sagði meðal annars frá því í „The Last Dance“ þegar Michael Jordan bankaði upp á hjá þeim til að ná í Dennis Rodman á æfingu en Rodman hafði þá verið á skralli í nokkra daga á miðju tímabili þar á meðal í Las Vegas. Fljótlega eftir þáttinn spurðist það aftur á móti út að framleiðendurnir á „The Last Dance“ hafi verið með niðurskurðarhnífinn á lofti þegar kom að viðtalinu við Carmen Electra sem hafði frá miklu að segja af tíma sínum með aðalfrákastara meistaraliðs Chicago Bulls frá 1996 til 1998. It was crazy, like two kids in a candy store https://t.co/aoiiVNJ6kE— Sports Illustrated (@SInow) April 27, 2020 Bandarískir fjölmiðlar voru því fljótir að grafa upp frekari sögur af ævintýrum Carmen Electra og Dennis Rodman sem voru mjög ástfangin á lokatímabili hans með Chicago Bulls sem var 1997-98. Þeir sem þekkja til Dennis Rodman vita að þar er maður sem elskar næturklúbbana næstum því eins mikið og að ná í frákast inn á körfuboltavellinum. Klúbbastand Dennis Rodman kom honum oft í vandræði en kom honum um leið í kynni við margar glæsilegar og heimsfrægar konur. Ástarsamband hans við Carmen Electra var aðeins eitt af mörgum slíkum samböndum. Carmen Electra var óhrædd við að segja frá því sem þau tóku upp á þegar þau voru saman við lok síðustu aldar. Hún og Rodman voru gift frá 1998 til 1999 og samband þeirra var í miklum blóma þegar „The Last Dance“ tímabil Chicago Bulls var í fullum gangi. Dennis Rodman and Carmen Electra had sex 'all over' Bulls practice facility https://t.co/cLUBjCQ9kj pic.twitter.com/02ksF6Jci4— New York Post (@nypost) April 27, 2020 Carmen Electra sagði meðal annars frá sambandi sínu og Dennis Rodman í viðtali við Greg Braxton hjá Los Angeles Times. Hún sagði honum frá því að þau hefði hist fyrst á næturklúbbi og strax hafið vilt ástarsamband. Carmen Electra flaug til Chicago til að sjá Bulls liðið spila og grét síðan á leiðinni heim af því að hún saknaði Rodman svo mikið. Þau nýttu því afar vel tímann sinn saman. Electra sagði þannig frá því að hún mætti meira að segja með honum í vinnuna. „Einn daginn þá var frídagur hjá Chicago Bulls liðinu. Dennis sagði þá að hann ætlaði að koma mér á óvart,“ rifjaði Carmen Electra upp. „Hann batt þá fyrir augun á mér og fór með mig á mótorhjólinu sínu. Þegar ég mátti taka frá augunum þá sá ég að við vorum á miðjum æfingavelli Chicago Bulls liðsins,“ sagði Carmen Electra. „Þetta var algjört brjálæði. Við vorum eins og litlir krakkar í nammibúð. Við vorum að éta íspinna og stunda kynlíf alls staðar eins og í sjúkraþjálfunarherberginu og í lyftingaherberginu. Augljóslega gerðum við það líka á miðjum vellinum,“ sagði Carmen Electra.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira