Jordan aðeins í fjórða sæti á lista Isiah Thomas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:00 Michael Jordan með bikarinn eftir að hann vann loksins NBA-deildina árið 1991. Getty/Ken Levine Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira