Á YouTube-síðunni Get Lost with Brooks er fylgst með Brooks sjálfum á ferðalagi um heiminn.
Í gær kom þar út myndband þar sem hann fer yfir myndrænustu staði Suðurlandsins hér á Íslandi.
Suðurlandið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og gera margir Íslendingar sér kannski ekki grein fyrir hversu magnaðar náttúruperlur eru að finna á þeim landsfjórðungi.
Hér að neðan má sjá uppáhaldsstaði Brooks.