Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 11:06 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, með grímu. Hann vill gefa öllum heimilum í Japan tvær svona grímur. AP/Yoshitaka Sugawara Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. Í dag hefur forsætisráðherrann orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að gefa öllum heimilum Japan tvær andlitsgrímur. Staðfestum smitum í Japan hefur fjölgað töluvert á undanförnum dögum. Samkvæmt frétt Reuters hafa sérfræðingar varað við því að landið sé að nálgast hættuástand og þá sérstaklega í Tókíó. Rúmlega 2.500 hafa greinst með veiruna og 71 hefur dáið. Síðasta sólarhringinn greindust 97 ný tilfelli í Tókýó en þau hafa aldrei verið fleiri. Sjálfur sagði Abe í gær að Japan héldi rétt svo velli gegn veirunni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki viljað lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi yfirvöldum völd til þess að skikka fólk til að halda sig heima, loka skólum og grípa til annarra aðgerða. Þess í stað tilkynnti Abe að öllum heimilum Japan yrði gefnar tvær andlitsgrímur sem hægt væri að þvo í þvotti. Þær verða sendar út í þar næstu viku og fyrst til svæða þar sem veiran hefur greinst. Framtakið hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í Japan og er sagt vera sóun á almannafé. Sérfræðingaráð ríkisstjórnarinnar varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi Japan gæti hrunið ef fjölgun smita í þéttbýli verði ekki stöðvuð. Ráðið ítrekaði að fólk þyrfti að stunda félagsforðun og sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. Í dag hefur forsætisráðherrann orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að gefa öllum heimilum Japan tvær andlitsgrímur. Staðfestum smitum í Japan hefur fjölgað töluvert á undanförnum dögum. Samkvæmt frétt Reuters hafa sérfræðingar varað við því að landið sé að nálgast hættuástand og þá sérstaklega í Tókíó. Rúmlega 2.500 hafa greinst með veiruna og 71 hefur dáið. Síðasta sólarhringinn greindust 97 ný tilfelli í Tókýó en þau hafa aldrei verið fleiri. Sjálfur sagði Abe í gær að Japan héldi rétt svo velli gegn veirunni. Þrátt fyrir það hefur hann ekki viljað lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi yfirvöldum völd til þess að skikka fólk til að halda sig heima, loka skólum og grípa til annarra aðgerða. Þess í stað tilkynnti Abe að öllum heimilum Japan yrði gefnar tvær andlitsgrímur sem hægt væri að þvo í þvotti. Þær verða sendar út í þar næstu viku og fyrst til svæða þar sem veiran hefur greinst. Framtakið hefur verið harðlega gagnrýnt á samfélagsmiðlum í Japan og er sagt vera sóun á almannafé. Sérfræðingaráð ríkisstjórnarinnar varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi Japan gæti hrunið ef fjölgun smita í þéttbýli verði ekki stöðvuð. Ráðið ítrekaði að fólk þyrfti að stunda félagsforðun og sagði að grípa þyrfti til aðgerða til að styðja við bakið á heilbrigðiskerfinu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira