Sonur Rodman frétti fyrst af Vegas ævintýrum pabba síns þegar hann horfði á „Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:00 Dennis Rodman tók upp á ýmsu á meðan ferlinum stóð og það hefur líka mikið gengið á síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. EPA/MIKE ALQUINTO Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman. NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman.
NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira