Isiah Thomas vann Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 17:00 MIchael Jordan vann NBA titilinn í fyrsta sinn 1991 eftir að hafa áður stöðvað tveggja ára sigurgöngu Isiah Thomas og félaga í Dertiot Pistons. Samsett/Getty Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020 NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um óvinina Michael Jordan og Isiah Thomas eftir þriðju og fjórðu þættina í heimildarþáttaröðinni the „The Last Dance“ en þeir voru frumsýndir síðasta sunnudag. Einvígi Detroit Pistons og Chicago Bulls á níunda áratugnum voru til umræðu í „The Last Dance“ en Isiah Thomas og félagar í Detroit Pistons enduðu þrjú tímabil í röð hjá Michael Jordan frá 1988 til 1990. Michael Jordan hafði síðan loksins betur vorið 1991 og varð í framhaldinu NBA meistari í fyrsta sinn. "Isiah Thomas is the only super star who can say he beat Bird, Magic and Jordan in their prime. And he did it without another top 50 teammate." @chris_Broussard reacts to episodes 3 and 4 of 'The Last Dance' pic.twitter.com/Ayy67YkRSD— First Things First (@FTFonFS1) April 27, 2020 Framkoma Isiah Thomas og hinna stjörnuleikmanna Detroit Pistons þótti ekki mjög merkileg en þeir stungu af úr salnum áður en lokaleikurinn kláraðist. Michael Jordan kom í veg fyrir að Isiah Thomas væri valinn í draumalið NBA á ÓL í Barcelona 1992 og eins og kom fram í síðasta þætti af „The Last Dance“ þá er hann ekki búinn að fyrirgefa Thomas næstum því þremur áratugum síðar. Isiah Thomas varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla þegar hann var 32 ára en þá átti Jordan eftir að vinna þrjá af sex titlum sínum. Það er samt athyglisvert að skoða þá leiki þar sem þeir Mihcael Jordan og Isiah Thomas mættust á körfuboltavellinum í NBA deildinni. Isiah Thomas: "I didn't understand being booed in Chicago Stadium and I took it personally... I used to tell Michael, You might wear Chicago on your chest, but I'll show you what Chicago guys play like.'"Required reading before #TheLastDance:— Chicago Bulls (@chicagobulls) April 26, 2020 Isiah Thomas vann nefnilega Jordan oftar en hann tapaði fyrir honum, bæði í 43 deildarleikjum sem og í 22 leikjum þeirra í úrslitakeppni. Isiah Thomas fagnaði 24 sinnum sigri í 43 deildarleikjum og vann 12 af 22 leikjum í úrslitakeppninni. Við erum því að tala um að Isiah Thomas hafði betur á móti Jordan í 55 prósent leikja þeirra eða í 36 af 65 leikjum. Þegar kom að úrslitakeppninni 1991 var Isiah Thomas búinn að fagna sigri í 12 af 18 leikjum þeirra en Chicago Bulls sópaði Detroit út úr úrslitakeppninni 1991 og liðin mættust ekki aftur með þessa kappa innanborðs. Fun fact: Isiah Thomas was Michael Jordan's coach in his last All-Star GameI have never seen two faker smiles in my life pic.twitter.com/XN9aG4b4IX— Tyler Conway (@jtylerconway) April 27, 2020 Í deildarleikjum þeirra var Michael Jordan með 31,6 stig og 5,5 stoðsendingar í leik í deildarleikjum þeirra en Isiah Thomas skoraði 21,0 stig og gaf 9,3 stoðsendingar í leik á móti Jordan. Í úrslitakeppninni var Isiah Thomas með 18,9 stig og 8,3 stoðsendingar í leik en Jordan bauð upp á 30,0 stig og 6,1 stoðsendingu í leik í leikjum sínum á móti Thomas og félögum. Það má finna alla tölfræðina úr innbyrðis leikjum þeirra tveggja með því að smella hér. What's really behind Michael Jordan's beef with Isiah Thomas? pic.twitter.com/CRxzrjLN3D— Highly Quarantined (@HQonESPN) April 27, 2020
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira