Föstudagsplaylisti Önnu Worthington De Matos Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 1. maí 2020 13:00 Anna í höfuðstöðvum og stjórnstöð streymistónlistarhátíðarinnar Sóttkví 2020. Juliana Güntert Anna Worthington De Matos rekur Reykjavík Tool Library, eins konar „tækjasafn“ sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Það leyfir meðlimum að fá lánuð tæki og tól, ásamt ýmiss konar leiðbeiningum, á svipaðan hátt og bókasafn. Á tímum Covid stendur Anna einnig fyrir streymistónlistarhátíðinni Sóttkví 2020. Hún hefur ekki getað unnið síðustu sjö vikurnar vegna sjálfsofnæmissjúkdóms sem setur hana í áhættuhóp gagnvart veirunni, og einangrun hennar heima við varð til þess að hátíðin varð til. Hennar helsti samstarfsaðili er tónlistarmaðurinn Sacha Bernardson og hafa þau nú þegar haldið hátíðina tvisvar, fyrst í heilan sólarhring samfleytt, og næst í átta klukkustundir. Hátíðin verður svo haldin í þriðja sinn um helgina og verður hægt að nálgast streymið frá henni á Vísi. Anna setti saman lagalista sem samanstendur bæði af listamönnum sem munu koma fram á hátíðinni um helgina og svo tónlist sem er í uppáhaldi hjá Önnu. „Þessi lagalisti er blanda af gömlu, nýju, listamönnum frá Sóttkví 2020 1,2 og 3, ásamt ýmsu öðru,“ segir Anna um listann. „Hann er jafn fjölbreyttur og tónlistarsmekkurinn minn, og eflaust örlítið ruglandi ef þú reynir að finna samhengið í honum.“ Hún mælir með að fólk velji shuffle og njóti handahófskenndrar ferðarinnar. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Anna Worthington De Matos rekur Reykjavík Tool Library, eins konar „tækjasafn“ sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Það leyfir meðlimum að fá lánuð tæki og tól, ásamt ýmiss konar leiðbeiningum, á svipaðan hátt og bókasafn. Á tímum Covid stendur Anna einnig fyrir streymistónlistarhátíðinni Sóttkví 2020. Hún hefur ekki getað unnið síðustu sjö vikurnar vegna sjálfsofnæmissjúkdóms sem setur hana í áhættuhóp gagnvart veirunni, og einangrun hennar heima við varð til þess að hátíðin varð til. Hennar helsti samstarfsaðili er tónlistarmaðurinn Sacha Bernardson og hafa þau nú þegar haldið hátíðina tvisvar, fyrst í heilan sólarhring samfleytt, og næst í átta klukkustundir. Hátíðin verður svo haldin í þriðja sinn um helgina og verður hægt að nálgast streymið frá henni á Vísi. Anna setti saman lagalista sem samanstendur bæði af listamönnum sem munu koma fram á hátíðinni um helgina og svo tónlist sem er í uppáhaldi hjá Önnu. „Þessi lagalisti er blanda af gömlu, nýju, listamönnum frá Sóttkví 2020 1,2 og 3, ásamt ýmsu öðru,“ segir Anna um listann. „Hann er jafn fjölbreyttur og tónlistarsmekkurinn minn, og eflaust örlítið ruglandi ef þú reynir að finna samhengið í honum.“ Hún mælir með að fólk velji shuffle og njóti handahófskenndrar ferðarinnar.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Núna er þetta bara blautbolakeppni“ Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Bíó og sjónvarp Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“