Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. apríl 2020 19:33 Frá fundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan. Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu. Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu.
Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira