Stefnir á að spila hér heima í sumar og hefur ekki gefið landsliðið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 16:30 Anna Björk stefnir á að vinna sæti sitt til baka í íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira