Bjarki fyrsti þýski markakóngurinn í ellefu ár til að brjóta átta marka múrinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:00 Bjarki Már Elísson fagnar í vetur með félögum sínum í Lemgo en myndin er af Twitter síðu TBV Lemgo Lippe. Mynd/@tbvlemgolippe Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06 Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti