Hvass en umhyggjusamur maður sem hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2020 11:29 Flestir Íslendingar þekkja röddina sem heyrðist í áratugi í útvarpstækjum landsmanna. Gissur kvaddi 5. apríl. Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann. Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Eins og margir vita lést Gissur Sigurðsson af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi þann 5. apríl síðastliðinn. Gissur sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung og ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd. Hann gat verið fljótur að verða fúll, gat illa legið á skoðunum sínum, leitaði frétta alls staðar sem hann kom, var fróður og sagði skemmtilega frá. Svona lýsa vinir og ættingjar Gissurar en allir voru sammála um að hann var einstaklega góður sögumaður. Gissur fæddist 7. desember árið 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann var næstyngstur af sjö systkinum. „Þegar hann hringdi í ráðherra eða viðmælendur og það kom einhver langloka þá stoppaði hann strax og sagði, já nei þetta er tómt bull. Segðu þetta, þetta og þetta og það er það sem ég þarf og ekkert kjaftæði. Hann lét menn alveg heyra það,“ segir Þráinn Steinsson sem vann með Gissuri í 26 ára. Hvöss umhyggja „Hann hafði litla þolinmæði fyrir bulli og froðu. Hann gat verið svolítið hvass við fólk sem honum fannst ekki vera standa sig í vinnunni ,“ segir Jón Grétar Gissurarson, sonur hans, og bætir við. „Það var ákveðin umhyggja fólgin í því, svona hvöss umhyggja.“ „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar fólk hitti hann í fyrsta sinn þá fannst það hann svolítið hrjúfur og kannski svolítið til baka. En þegar þú ert kominn inn fyrir skinnið þá var hann meira eins og ljúfur bangsi,“ segir Heimir Karlsson, fyrrum samstarfsmaður. Gissur skilur eftir sig fjögur börn og eitt stjúpbarn. „Gissur gat verið svolítið hastur og maður var svolítið hræddur við hann til að byrja með. Hann var minn mentor í fjölmiðlum og kannski ástæðan fyrir því að maður hefur haldist í því í svona langan tíma,“ segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fyrrum samstarfsmaður, og bætir hún við að hann gerði aldrei upp á milli fólks. „Það skipti engu máli hvort þú værir ráðherra eða starfsmaður í sjoppu. Hann talaði við alla eins og tók öllum fagnandi.“ Kenndi mér að fara út að borða Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttir og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg, útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda og þáttagerðamaður, Hrafnhildur myndlistamaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. „Hann átti fjögur börn með fjórum konum, enda sagði hann að hann legði þetta ekki á eina konu,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, dóttir hans. „Hann var pabbi síns tíma sem að leit inn í glerbox og kíkti á litla barnið sitt og gerði það besta úr því sem hann gat. Ég ólst upp hjá honum til fjögurra ára aldurs og okkar samband snerist að mestu leyti um símasamtöl,“ segir Guðbjörg. „Við fórum í svona pabbaheimsóknir og ég var stundum hjá honum í lengri tíma. Ég man þegar við hittumst þá byrjuðum við alltaf á því að fara á Hornið út að borða og hann kenndi mér að fara út að borða,“ segir Gissur Páll Gissurarson, sonur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar er rætt við fleiri viðmælendur um þennan merka mann.
Ísland í dag Fjölmiðlar Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið