Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 12:00 Michael Jordan treður boltanum með tilþrifum í körfuna í leik með Chicago Bulls. Getty/Craig Hacker Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls. NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Madison Square Garden höllin hjá New York Knicks var í miklu uppáhaldi hjá Michael Jordan og þar átti hann marga af sínum bestu leikjum á NBA-ferlinum. Michael Jordan vissi að leikur hans í Madison Square Garden tímabilið 1997-98 yrði mögulega hans síðasti í húsinu og kappinn vildi halda upp á það með sérstökum hætti. Jordan talaði um þennan síðasta leik með Chicago Bulls í New York í fimmta þættinum af „The Last Dance“ en leikurinn fór fram 8. mars 1998. Jordan ákvað að draga fram fyrstu Air Jordan skóna sem höfðu slegið í gegn með svo eftirminnilegum hætti þegar hann kom inn í NBA-deildina 1984. Það kostaði hans hins vegar mikinn sársauka að spila í skóm sem hann hafði ekki spilað í svo lengi. "By halftime my feet are bleeding, but I'm having a good game, I don't want to take them off."In his final game at MSG as a Bull, MJ put on 14-year-old 'Chicago' Air Jordan 1s that were a size too small. He dropped 42. #TheLastDance pic.twitter.com/KQMP2G4Ajg— ESPN (@espn) April 28, 2020 „Það var farið að blæða út fótunum mínum fyrir hálfleik en ég var að spila vel og vildi ekki fara úr þeim,“ rifjaði Michael Jordan. Það er óhætt að segja að hann hafi átt góðan leik því Jordan endaði leikinn með 42 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir leikinn var hins vegar komið að stund sannleikans. Uppátækið hans hafði haft sín áhrif á þessa verðmætu fætur. „Ég tók skóna af mér eins fljótt og ég gat. Þegar ég komst úr þeim þá voru sokkarnir gegndrepa af blóði,“ sagði Michael Jordan. I couldn t take those shoes off fast enough. And when I took the shoes off, my sock was soaked in blood, Michael Jordan said as quoted by ESPN. | @MarkGiongcoINQ https://t.co/9MoEAApBnz— INQUIRER Sports (@INQUIRERSports) April 29, 2020 „Það var gaman að koma hingað til að spila en rifja um leið upp gömlu góðu tímana sem ég hef átt í þessu húsi. Skórnir voru hluti af því. Ég er samt að drepast í fótunum,“ sagði Michael Jordan á blaðamannafundi eftir leikinn. Fæturnir voru ekki verra en það að tveimur dögum seinna þá skoraði Jordan 37 stig í sigri á Miami Heat. Michael Jordan var með 28,7 stig að meðaltali á lokaári sínu með Chicago Bulls.
NBA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira