RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2021 07:00 Axel á Gjögri og sjóhræddi hundurinn hans Týri. Í miðri sögu lokaði hann augunum og tók í húfuna og það var þá sem Ragnar Axelsson laumaðist til þess að taka af honum mynd. RAX Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. RAX fann það strax að það væri eitthvað einstakt við myndina af vinunum saman í fjörunni og átti hún eftir að hafa mikil áhrif á hans feril sem ljósmyndari. „Það sem ég hugsaði var að það þarf að skrásetja þetta líf þessa fólks. Þetta mun hverfa, þetta mun breytast. Þannig byrjaði ég raunverulega að mynda markvisst líf fólks á Íslandi, svona út í sveitum og víðar. Þetta augnablik, bara þetta augnablik var eins og einhver kæmi og bankaði í hausinn á þér og segði þetta er það sem þú átt að gera.“ RAX segir að Týri hafi verið sjóveikur svo hann fór aldrei með eiganda sínum á bátnum. „En hann beið eftir honum á steininum þar til hann kom aftur. Þetta var falleg vinátta manns og hunds.“ Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Axel á Gjögri er rúmar fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Axel á Gjögri RAX hefur um áratuga skeið myndað einstaklinga eins og Axel, á Íslandi og víða erlendis. Myndirnar hafa birst í bókum hans eins og Andlit norðursins og verið sýndar á ljósmyndasýningum um allan heim. Myndin af Axel varð til þess að RAX fór að mynda þetta fólk og tók þá þar á meðal myndina af Guðjóni við Dyrhólaey, eina af þekktustu myndum ljósmyndarans. Hægt er að horfa á RAX Augnablik þáttinn um þá mynd í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósmyndun Dýr Sjávarútvegur RAX Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
RAX fann það strax að það væri eitthvað einstakt við myndina af vinunum saman í fjörunni og átti hún eftir að hafa mikil áhrif á hans feril sem ljósmyndari. „Það sem ég hugsaði var að það þarf að skrásetja þetta líf þessa fólks. Þetta mun hverfa, þetta mun breytast. Þannig byrjaði ég raunverulega að mynda markvisst líf fólks á Íslandi, svona út í sveitum og víðar. Þetta augnablik, bara þetta augnablik var eins og einhver kæmi og bankaði í hausinn á þér og segði þetta er það sem þú átt að gera.“ RAX segir að Týri hafi verið sjóveikur svo hann fór aldrei með eiganda sínum á bátnum. „En hann beið eftir honum á steininum þar til hann kom aftur. Þetta var falleg vinátta manns og hunds.“ Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Axel á Gjögri er rúmar fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Axel á Gjögri RAX hefur um áratuga skeið myndað einstaklinga eins og Axel, á Íslandi og víða erlendis. Myndirnar hafa birst í bókum hans eins og Andlit norðursins og verið sýndar á ljósmyndasýningum um allan heim. Myndin af Axel varð til þess að RAX fór að mynda þetta fólk og tók þá þar á meðal myndina af Guðjóni við Dyrhólaey, eina af þekktustu myndum ljósmyndarans. Hægt er að horfa á RAX Augnablik þáttinn um þá mynd í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósmyndun Dýr Sjávarútvegur RAX Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira