Bandaríska fjárfestingarfélagið ALK Capital er nú orðið meirihluta eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley en á síðasta degi ársins 2020 var tilkynnt um kaup fjárfestingarfélagsins á 84% hlut fyrir ríflega 170 milljónir punda.
Yfirtakan hefur verið í pípunum undanfarnar vikur en nýir eigendur félagsins voru tilkynntir stuðningsmönnum á heimasíðu félagsins á Gamlársdag.
How are you feeling Clarets?
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 31, 2020
Here's to the next, exciting chapter in the proud history of Burnley Football Club!#UTC pic.twitter.com/Gw4E1BAXNc
Í kjölfar yfirtökunnar tekur hinn hálf-enski Alan Pace við stöðu stjórnarformanns á Turf Moor. Pace þessi er 53 ára gamall Ameríkani sem ólst upp í Bandaríkjunum en á enskan föður. Hann hefur starfað í 20 ár á Wall Street en færði sig yfir í íþróttirnar og var framkvæmdarstjóri Real Salt Lake í bandarísku MLS deildinni um tíma.
Burnley hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2009.
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá félaginu.
I would like to wish the entire Clarets family a Happy New Year!
— Alan Pace (@AlanPaceBFC) January 1, 2021
It will be a particularly special year for @BurnleyOfficial as in 2021 we will celebrate the centenary of the club s first league title win! #UTC