„Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 23:26 Bayle Gelle sýnir fjölmiðlum mynd af Dolal Idd, 22 ára syni hans, sem lögregla í Minneapolis skaut til bana á miðvikudag. Chao Xiong/Star Tribune/AP Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur birt upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem skutu Dolal Idd, svartan mann á þrítugsaldri, til bana á miðvikudag. Þetta er í fyrsta sinn sem lögregla í Minneapolis drepur mann frá því að George Floyd lést í maí. Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Floyd lést eftir að Derek Chauvin, sem þá var lögreglumaður, þrýsti hné sínu á háls Floyd í níu mínútur, þrátt fyrir að hann segðist ekki ná andanum. Myndband náðist af því þegar Floyd lést í haldi Chauvin og þriggja annarra lögreglumanna 25. maí. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar um heim gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Upptökurnar sem nú hafa verið birtar eru úr búkmyndavél lögreglumanns sem tók þátt í aðgerðum í Minneapolis á miðvikudag. Idd var grunaður um glæp og var stöðvaður af lögreglu við bensínstöð í Minneapolis. Í upptökunum heyrast og sjást lögreglumenn hrópa að Idd og biðja hann að stöðva bíl sinn og rétta hendur upp í loft. Í kjölfarið er skotum hleypt af. Samkvæmt framburði vitna og lögreglu skaut Idd fyrst og lögreglumenn svöruðu þá í sömu mynt. Idd lést af sárum sínum. Umfjöllun um andlát Idd og hluta úr umræddum upptökum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Hópur fólks safnaðist saman við bensínstöðina í gær, gamlársdag. Bayle Gelle, faðir Idd, var þar á meðal og tjáði fjölmiðlum að dauði sonar hans væri kynþáttafordómum um að kenna. „Af hverju erum við hér? Vegna litarhafts. Hann er svartur maður. Við viljum fá að vita hvers vegna ljúfi sonur minn er skotinn og drepinn,“ sagði Gelle í samtali við CBS-sjónvarpsstöðina. Jacob Frey borgarstjóri Minneapolis sagði í yfirlýsingu að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að komast að staðreyndum málsins. Réttlætinu yrði framfylgt. Kallað var eftir allsherjar endurskipulagningu innan lögreglu í Minneapolis eftir dauða Floyd, og jafnvel að lögregla yrði lögð niður í borginni, en ekkert hefur enn orðið af áætlunum þess efnis, að því er segir í frétt BBC af málinu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. 22. september 2020 13:00
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59
Kafnaði eftir að lögregluþjónar settu hettu á hann og þrýstu honum niður í götuna Daniel Prude hafði hlaupið nakinn um götur Rochester í New York og verið handtekinn af lögregluþjónum. Hann dó eftir að þeir settu hettu yfir höfuð hans og og þrýstu honum niður í götuna í tvær mínútur. 3. september 2020 09:06