Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 11:56 Bólusetning gegn covid-19 með bóluefni Moderna er þegar hafin í Bandaríkjunum. EPA/Gary Coronad Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. Ferlið hefur gengið hraðar fyrir sig en búist var við en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafði þegar flýtt mati á bóluefninu frá 12. janúar, líkt og upphaflega var stefnt að, til 6. janúar. Nú virðist því sem samþykki muni liggja fyrir tveimur dögum fyrr, eða mánudaginn 4. janúar. „Það er engin ástæða til að bíða,“ er haft eftir Bergström í frétt SVT. „Matið fer fram á mánudagsmorgun og nokkrum tímum síðar verður það formlega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB.“ Svíar eiga von á að fá á milli 20 og 30 þúsund skammta á viku að Sögn Bergström en líkt og áður segir mun Ísland fá sína skammta af bóluefni Moderna í gegnum samstarf við Svíþjóð. Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga. Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Fyrirtækin leggi nú leggja kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið, sem seinagangur og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið skapað. Bergström segir aftur á móti að engin hætta sé á skorti af bóluefni. „Nei, nei, nei. Því er frekar öfugt farið,“ segir Bergström. Það virðist fyrir honum frekar sem um óþolinmæði framkvæmdastjóra BioNTech sé að ræða, en fyrirtækið bíður nú eftir því að framleiðsla bóluefnisins geti hafist í verksmiðju í Marburg þar sem bóluefni Pfizer/BioNTech verður framleitt. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Ferlið hefur gengið hraðar fyrir sig en búist var við en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafði þegar flýtt mati á bóluefninu frá 12. janúar, líkt og upphaflega var stefnt að, til 6. janúar. Nú virðist því sem samþykki muni liggja fyrir tveimur dögum fyrr, eða mánudaginn 4. janúar. „Það er engin ástæða til að bíða,“ er haft eftir Bergström í frétt SVT. „Matið fer fram á mánudagsmorgun og nokkrum tímum síðar verður það formlega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB.“ Svíar eiga von á að fá á milli 20 og 30 þúsund skammta á viku að Sögn Bergström en líkt og áður segir mun Ísland fá sína skammta af bóluefni Moderna í gegnum samstarf við Svíþjóð. Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga. Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Fyrirtækin leggi nú leggja kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið, sem seinagangur og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið skapað. Bergström segir aftur á móti að engin hætta sé á skorti af bóluefni. „Nei, nei, nei. Því er frekar öfugt farið,“ segir Bergström. Það virðist fyrir honum frekar sem um óþolinmæði framkvæmdastjóra BioNTech sé að ræða, en fyrirtækið bíður nú eftir því að framleiðsla bóluefnisins geti hafist í verksmiðju í Marburg þar sem bóluefni Pfizer/BioNTech verður framleitt.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira