Eminem sakar Snoop Dogg um virðingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 22:24 Eminem er af mörgum talinn einn færasti rappari sögunnar. Kevin Winter/Getty Bandaríski rapparinn Eminem hefur nú brugðist við ummælum sem samlandi hans og starfsbróðir, Snoop Dogg, lét falla um hann á síðasta ári. Þá sagði Snoop Dogg að Eminem kæmist í hans huga ekki á lista yfir tíu bestu rappara sögunnar. Þetta sagði Snoop í viðtali í útvarpsþættinum The Breakfast Club og bætti við að honum dyttu í hug nokkrir rapparar frá níunda áratug síðustu aldar sem Eminem „gæti ekki fokkað í.“ Með öðrum orðum, þeir væru betri rapparar en hann. Þá sagðist hann telja rapparann og tónlistarmanninn Dr. Dre hafa átt stóran þátt í því að byggja upp feril Eminem, sem af mörgum er talinn einn færasti textasmiður og besti rappari heims. Snoop Dogg er, rétt eins og Eminem, frægur rappari.Bennett Raglin/Getty Eminem sagði í viðtali við Shade 45 að ummælin bæru vott um virðingarleysi, þó þau væru „ágæt, upp að vissu marki.“ „Hann sagði að Dr. Dre hefði gert mig að bestu útgáfunni að sjálfum mér, sem er algjörlega rétt og ég hef ekkert út á það að setja. Væri ég hér án Dr. Dre? Alls ekki,“ sagði Eminem. Hann hafði hins vegar sitthvað að athuga við „tóninn“ sem Snoop setti ummæli sín fram í. „Ég hefði örugglega getað komist yfir þetta með tóninn í honum og allt það. En það voru síðustu ummælin, þar sem hann sagði „Talandi um tónlist sem ég get verið án, ég get verið án [tónlistar Eminem].“ Þetta er bara virðingarleysi. Þetta kom mér bara á óvart,“ sagði Eminem. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Þetta sagði Snoop í viðtali í útvarpsþættinum The Breakfast Club og bætti við að honum dyttu í hug nokkrir rapparar frá níunda áratug síðustu aldar sem Eminem „gæti ekki fokkað í.“ Með öðrum orðum, þeir væru betri rapparar en hann. Þá sagðist hann telja rapparann og tónlistarmanninn Dr. Dre hafa átt stóran þátt í því að byggja upp feril Eminem, sem af mörgum er talinn einn færasti textasmiður og besti rappari heims. Snoop Dogg er, rétt eins og Eminem, frægur rappari.Bennett Raglin/Getty Eminem sagði í viðtali við Shade 45 að ummælin bæru vott um virðingarleysi, þó þau væru „ágæt, upp að vissu marki.“ „Hann sagði að Dr. Dre hefði gert mig að bestu útgáfunni að sjálfum mér, sem er algjörlega rétt og ég hef ekkert út á það að setja. Væri ég hér án Dr. Dre? Alls ekki,“ sagði Eminem. Hann hafði hins vegar sitthvað að athuga við „tóninn“ sem Snoop setti ummæli sín fram í. „Ég hefði örugglega getað komist yfir þetta með tóninn í honum og allt það. En það voru síðustu ummælin, þar sem hann sagði „Talandi um tónlist sem ég get verið án, ég get verið án [tónlistar Eminem].“ Þetta er bara virðingarleysi. Þetta kom mér bara á óvart,“ sagði Eminem.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira