Þetta kemur fram í tilkynningu frá H:N. Katla er með BS-próf í sálfræði og MA-gráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað sem viðskiptastjóri á H:N í rúmlega tvö ár og sinnt stefnumótun og markaðsráðgjöf fyrir Kviku banka, Auði dóttir Kviku, Síbs, Nox Medical, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og fleiri. Samhliða hefur hún sinnt kennslu í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Haft er eftir Kötlu í tilkynningu að hún sé mjög þakklát fyrir reynsluna, tækifærið og traustið sem hún hafi fengið undanfarin ár hjá H:N. Spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu.