Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:25 Kristinn fagnar tíðindum dagsins í máli Assange en segir baráttunni hvergi nærri lokið. Jack Taylor/Getty Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. „Ég finn fyrir miklum skilningi á því hvað þessi slagur Julians við pólitíska ákæruvaldið í henni Ameríku er mikið alvörumál og hvaða afleiðingar það hefur ef hann er framseldur. Dómari málsins tók nokkuð djarfa ákvörðun í dag. Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum. Eftir standa óleyst álitamál um starfsmumhverfi blaðamanna og rétt þeirra til að birta upplýsingar,“ skrifar Kristinn á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þá gott að finna að samtök blaðamanna og samtök um frjálsa fjölmiðlun „sjái alvöruna í málinu.“ Ósammála forsendunum en ánægður með úrskurðinn Þá rekir Kristinn lagatæknilega hlið málsins og segir að þingheimur í Bretlandi virðist vera að vakna til vitundar um úrskurðinn. „Allt í einu liggur fyrir dómsúrskurður þar sem vægast sagt umdeild túlkun sprettur fram á framsalslögum í Bretlandi, framsalsamningnum við Bandaríkin og túlkun á bresku leyndarlöggjöfinni (Official Secrets Acts). Ástæðan fyrir því að þetta er dregið fram er það lagatæknilega atriði sem kallast „dual criminality“ það er, dómari verður að úrskurða í framsalsmálum að meint brot í landinu sem krefst framsals verður að teljast sambærilegt lögbrot í landinu sem beðið er um að framselja,“ skrifar Kristinn. Dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákæruatriðin í málinu gegn Assange ættu sér hliðstæða túlkun í breskum rétti. Kveðst Kristinn ekki viss um að blaðamönnum þar í landi hugnist sú túlkun dómarans. Hann segir engu að síður þakkarvert að dómarinn hafi úrskurðað Assange í vil „þó aðeins sé á forsendum mannúðar,“ og segir það talsverðan sigur í málinu. Mikill slagur fram undan Kristinn segir næsta slag í málinu felast í því að fá Assange lausan úr varðhaldi og berjast gegn áfrýjun lögmanna bandaríska ríkisins, en úrskurðinum sem birtur var í dag hefur verður áfrýjað til London High Court, og að öllum líkindum því næst til Hæstaréttar Breglands. Kristinn segir að þrátt fyrir úrskurðinn sé enn fjöldi óvissumála sem berjast þurfi fyrir og að miklir hagsmunir séu undir. „Stundum hef ég viðrað þetta við fólk sem yppir öxlum og segist heldur vilja einbeita sér að öðrum mikilsverðum málum, verndun umhverfisins, jafnréttismálum [og svo framvegis]. Í þeim tilfellum bendi ég á að það er vandasamt að berjast fyrir nokkrum slíkum málum ef við missum frelsi til tjáningar og frelsi til birtingar. Mannréttindi eru vopn sem við þurfum til sjálfsvarnar. Við megum ekki láta slá þau úr höndunum á okkur,“ segir Kristinn að lokum.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Dagur mikilla vonbrigða Réttarhöld yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hófust á ný í Lundúnum í dag. 7. september 2020 19:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent