Pele er ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 10:31 Pele átti magnaðan feril en spilaði aldrei með evrópsku liði. Getty/Mario Tama Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele er ekki alltof sáttur við það að missa bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp fyrir sig á síðustu dögum. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira