Vildi óska að hún hefði ekki skrifað Brokeback Mountain Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 13:07 Proulx segist hafa tekið að sér að skrifa textann fyrir óperuuppsetningu verksins árið 2014 af ótta við að „einhver hálfviti“ sem vildi hamingju til handa Jack og Ennis myndi breyta endanum. Rithöfundurinn Annie Proulx segist stundum sjá eftir því að hafa skrifað Brokeback Mountain, harmþrungna ástarsögu Jack og Ennis, sem voru leiknir af Jake Gyllenhaal og Heath Ledger í samnefndri kvikmynd. „Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá. Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
„Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá.
Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira