137 misstu vinnuna í þremur hópuppsögnum í desember Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2021 13:12 Aldrei hafa eins margar tilkynningar um hópuppsagnir borist á einu ári. Vísir/Hanna Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þar af voru 94 starfsmenn í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 32 í iðnaði og 11 í flutningastarfsemi. Uppsagnirnar koma allar til framkvæmda í apríl 2021. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári, er fram kemur í skýrslu hennar. Til samanburðar var 5.074 manns sagt upp störfum í 103 hópuppsögnum á hrunárinu 2008 og á árinu 2009 var alls 1.780 sagt upp í 54 hópuppsögnum. Almennt atvinnuleysi mældist 10,6% í lok nóvember á síðasta ári sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Tölur fyrir desember hafa ekki enn verið birtar. 500 þeirra hópuppsagna sem tilkynntar voru í fyrra koma til framkvæmda á þessu ári. Langflestar hópuppsagnir í ferðaþjónustu Flestir misstu vinnuna síðasta ári í ferðatengdri starfsemi, á borð við ferðaþjónustu, gisti- og veitingaþjónustu og farþegaflutningum. Þar misstu alls 7.280 manns starfið í hópuppsögnum og komu 83% tilkynninga frá fyrirtækjum í þeim geira. 811 misstu vinnuna í hópuppsögnum í verslun og vöruflutningum eða rúm 9% allra hópuppsagna, 174 í iðnaði, 147 í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 96 í byggingariðnaði, 95 í sjávarútvegi, 62 í upplýsingatækni 62, 53 í ýmsri þjónustu, 31 í fasteignasölu og leigu, 27 í fjármála – og vátryggingastarfsemi og 13 í opinberri þjónustu. Um 65% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2020 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 23% á Suðurnesjum, rúm 5% á Suðurlandi, um 3% á Norðurlandi eystra, um 2% á Vesturlandi og um 1% á Austurlandi og um 0,5% á Vestfjörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári, er fram kemur í skýrslu hennar. Til samanburðar var 5.074 manns sagt upp störfum í 103 hópuppsögnum á hrunárinu 2008 og á árinu 2009 var alls 1.780 sagt upp í 54 hópuppsögnum. Almennt atvinnuleysi mældist 10,6% í lok nóvember á síðasta ári sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Tölur fyrir desember hafa ekki enn verið birtar. 500 þeirra hópuppsagna sem tilkynntar voru í fyrra koma til framkvæmda á þessu ári. Langflestar hópuppsagnir í ferðaþjónustu Flestir misstu vinnuna síðasta ári í ferðatengdri starfsemi, á borð við ferðaþjónustu, gisti- og veitingaþjónustu og farþegaflutningum. Þar misstu alls 7.280 manns starfið í hópuppsögnum og komu 83% tilkynninga frá fyrirtækjum í þeim geira. 811 misstu vinnuna í hópuppsögnum í verslun og vöruflutningum eða rúm 9% allra hópuppsagna, 174 í iðnaði, 147 í menningar, íþrótta og tómstundastarfsemi, 96 í byggingariðnaði, 95 í sjávarútvegi, 62 í upplýsingatækni 62, 53 í ýmsri þjónustu, 31 í fasteignasölu og leigu, 27 í fjármála – og vátryggingastarfsemi og 13 í opinberri þjónustu. Um 65% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2020 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 23% á Suðurnesjum, rúm 5% á Suðurlandi, um 3% á Norðurlandi eystra, um 2% á Vesturlandi og um 1% á Austurlandi og um 0,5% á Vestfjörðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira