Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:15 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. vísir Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. Í samtali við Sky news sagði Michael Gove, ráðherra, að staðan yrði metin að nýju 15. febrúar og sagðist eiga von á að í mars gætu yfirvöld aflétt ströngustu aðgerðunum. Bretar mega einungis hætta sér út fyrir hússins dyr í undantekningartilfellum eins til þess að kaupa matvöru, fara til læknis og í sýnatöku vegna veirunnar. Fólki er þó heimild að stunda líkamsrækt utandyra einu sinni á dag en ekki er leyfilegt að fara út fyrir hverfi viðkomandi. Aðgerðirnar komu Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands í Lundúnum, ekki á óvart. „Þetta átti sér náttúrulega aðdraganda þannig að þetta kom nú ekki alveg á óvart. Fjölmiðlar höfðu fjallað um að þetta væri í aðsigi.“ Í gær greindist metfjöldi með kórónuveiruna í Bretlandi, eða hátt í sextíu þúsund manns. Um var að ræða sjöunda daginn sem tilfellin voru yfir fimmtíu þúsund. Nýja afbrigði kórónuveirunnar þungt í þessari miklu fjölgun smita því hún er talin vera fimmtíu til sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Síðastliðnar vikur hefur dauðsföllum, innlögnum og tilfellum fjölgað ört. „Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti að í þessu ávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld væru tilneydd til þess að grípa til hertra ráðstafana og landið fært upp á hæsta viðbúnaðarstig.“ Sturla telur að Íslendingar sem hafa dvalið í Bretlandi til lengri tíma séu orðnir „sjálfbjarga“ eins og hann orðar það og vanir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum með stuttum fyrirvara vegna aðgerða. Ekki hafi margir Íslendingar haft samband við sendiráðið eftir að nýju aðgerðirnar tóku gildi. „Það má segja að þetta sé í þriðja skiptið sem gripið er til svona harðra ráðstafana á undanförnum tíu mánuðum. Það var náttúrulega í mars og inn í apríl, svo síðla haust og svo aftur núna. Þessum hertu ráðstöfunum var aflétt hér í London var aflétt í byrjun desember að mestu leyti en síðan settar aftur á seinna í mánuðinum þannig að þetta hefur sett svip á borgina, óneitanlega.“ Hefur þetta fengið þungt á þá Íslendinga sem þú hefur rætt við? „Nei, við höfum ekki orðið mikið vör við vandræði eða óánægju hérna, ég held að þeir eins og Bretar átti sig á því að það er gripið til þessara ráðstafana að gefnu tilefni og það er stefnt að því að þær verði eins skammvinnar og mögulegt er og þá horfa menn ekki síst til bólusetninga.“ Ekki hafi margir þurft að leita aðstoðar eða leiðsagnar hjá sendiráðinu. „En við hvetjum auðvitað Íslendinga til að fylgjast vel með framvindu þessara mála og svo náttúrulega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu. Við höfum reyndar orðið svolítið vör við að Íslendingar á leið til annarra ríkja í gegnum Bretland, til dæmis Spánar, hafi lent í vandræðum vegna takmarkana á flugi frá Bretlandi og í því samhengi þá hvetjum við fólk líka til að kynna sér vel allar opinberar upplýsingar um takmarkanir áður en flug eru bókuð og áður en lagt er af stað því reynslan sýnir að reglur geta breyst með mjög skömmum fyrirvara. Almennt tekur fólk þessu hér með jafnaðargeði og skoðanakannanir benda til þess að það sé mikill meirihluti sem styðji þessar hertu aðgerðir.“ England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í samtali við Sky news sagði Michael Gove, ráðherra, að staðan yrði metin að nýju 15. febrúar og sagðist eiga von á að í mars gætu yfirvöld aflétt ströngustu aðgerðunum. Bretar mega einungis hætta sér út fyrir hússins dyr í undantekningartilfellum eins til þess að kaupa matvöru, fara til læknis og í sýnatöku vegna veirunnar. Fólki er þó heimild að stunda líkamsrækt utandyra einu sinni á dag en ekki er leyfilegt að fara út fyrir hverfi viðkomandi. Aðgerðirnar komu Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands í Lundúnum, ekki á óvart. „Þetta átti sér náttúrulega aðdraganda þannig að þetta kom nú ekki alveg á óvart. Fjölmiðlar höfðu fjallað um að þetta væri í aðsigi.“ Í gær greindist metfjöldi með kórónuveiruna í Bretlandi, eða hátt í sextíu þúsund manns. Um var að ræða sjöunda daginn sem tilfellin voru yfir fimmtíu þúsund. Nýja afbrigði kórónuveirunnar þungt í þessari miklu fjölgun smita því hún er talin vera fimmtíu til sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Síðastliðnar vikur hefur dauðsföllum, innlögnum og tilfellum fjölgað ört. „Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti að í þessu ávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld væru tilneydd til þess að grípa til hertra ráðstafana og landið fært upp á hæsta viðbúnaðarstig.“ Sturla telur að Íslendingar sem hafa dvalið í Bretlandi til lengri tíma séu orðnir „sjálfbjarga“ eins og hann orðar það og vanir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum með stuttum fyrirvara vegna aðgerða. Ekki hafi margir Íslendingar haft samband við sendiráðið eftir að nýju aðgerðirnar tóku gildi. „Það má segja að þetta sé í þriðja skiptið sem gripið er til svona harðra ráðstafana á undanförnum tíu mánuðum. Það var náttúrulega í mars og inn í apríl, svo síðla haust og svo aftur núna. Þessum hertu ráðstöfunum var aflétt hér í London var aflétt í byrjun desember að mestu leyti en síðan settar aftur á seinna í mánuðinum þannig að þetta hefur sett svip á borgina, óneitanlega.“ Hefur þetta fengið þungt á þá Íslendinga sem þú hefur rætt við? „Nei, við höfum ekki orðið mikið vör við vandræði eða óánægju hérna, ég held að þeir eins og Bretar átti sig á því að það er gripið til þessara ráðstafana að gefnu tilefni og það er stefnt að því að þær verði eins skammvinnar og mögulegt er og þá horfa menn ekki síst til bólusetninga.“ Ekki hafi margir þurft að leita aðstoðar eða leiðsagnar hjá sendiráðinu. „En við hvetjum auðvitað Íslendinga til að fylgjast vel með framvindu þessara mála og svo náttúrulega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu. Við höfum reyndar orðið svolítið vör við að Íslendingar á leið til annarra ríkja í gegnum Bretland, til dæmis Spánar, hafi lent í vandræðum vegna takmarkana á flugi frá Bretlandi og í því samhengi þá hvetjum við fólk líka til að kynna sér vel allar opinberar upplýsingar um takmarkanir áður en flug eru bókuð og áður en lagt er af stað því reynslan sýnir að reglur geta breyst með mjög skömmum fyrirvara. Almennt tekur fólk þessu hér með jafnaðargeði og skoðanakannanir benda til þess að það sé mikill meirihluti sem styðji þessar hertu aðgerðir.“
England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28
Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41
Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27
Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23