Fólk ekki flutt á sjúkrahús ef lífslíkur eru taldar afar litlar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 22:02 Þúsundir bíða nú í bifreiðum sínum við Dodger-leikvanginn í Los Angeles til að komast í skimun vegna Covid-19. epa/Etienne Laurent Sjúkraflutningamenn í Los Angeles-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa fengið fyrirskipun um að flytja ekki sjúklinga á sjúkrahús þegar lífslíkur þeirra eru taldar afar litlar. Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Þá hefur þeim verið sagt að fara varlega í súrefnisnotkun en mjög hefur gengið á súrefnisbirgðir vegna mikillar fjölgunar Covid-19 tilvika í ríkinu. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles óttast að dagleg dauðsföll á svæðinu af völdum sjúkdómsins nái þúsund á næstunni. Sjúkrahús eru þegar yfirfull. Alls greindust 9.142 einstaklingar með Covid-19 í Los Angeles-sýslu á mánudag. Ástandið er hvergi verra í Bandaríkjunum en 818 þúsund íbúa hafa smitast og 10.700 látið lífið. Á sjúkrahúsum í Kaliforníu hafa menn þegar neyðst til að grípa til þess að sinna sjúklingum í gjafaverslunum, á bílastæðum og í tjöldum. Þá bíða sjúkrabifreiðar í röðum fyrir utan, oft í margar klukkustundir. Dodger-leikvangurinn er stærsti skimunarstaðurinn í Bandaríkjunum og hefur tekið á móti meira en milljón manns síðan faraldurinn hófst.epa/Etienne Laurent Að sögn Marianne Gausche-Hill, framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem hefur umsjón með viðbragðsaðilum í Los Angeles-sýslu, munu bráðaliðar áfram gera allt til að bjarga lífi fólks á vettvangi. Munurinn sé sá að nú sé ekki mælst til þess að sjúklingar séu fluttir á sjúkrahús ef fyrsta hjálp á vettvangi hefur ekki skilað árangri. Það sé enda sjaldan sem takist að bjarga viðkomandi sjúklingum. Hún bendir á að það auki lífslíkur sjúklinga sem hafa til dæmis fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ef þeim er sinnt á vettvangi. Á mánudag voru 2.800 Bandaríkjamenn lagðir inn vegna Covid-19 en talið er að alls liggi 128.210 sjúklingar inni með sjúkdóminn, þar af 23 þúsund á gjörgæsludeildum. Í Kaliforníu hefur fjöldi inniliggjandi tvöfaldast á mánuði. Að sögn borgarstjóra Los Angeles verður þar eitt smit á hverjum sex sekúndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira