Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 07:30 Það er létt yfir Ole Gunnari Solskjær þessa dagana enda hefur Manchester United gengið vel að undanförnu. getty/Ash Donelon Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. Eftir tapið fyrir Southampton á mánudaginn, 0-1, var Klopp ósáttur við að fá ekki tvö víti og sagði að United hafi fengið fleiri slík á síðustu tveimur árum en Liverpool á fimm og hálfu ári. Solskjær var spurður út í ummæli Klopps á blaðamannafundi í gær og gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Þjóðverjann. „Það er líklega staðreynd. Það er sennilega svarið mitt. Það er staðreynd að við höfum fengið fleiri víti,“ sagði Solskjær og vísaði til frægrar ræðu Rafas Benítez, þáverandi stjóra Liverpool, frá 2009 þegar hann las upp lista af staðreyndum sem sneru að United á blaðamannafundi þegar liðin áttu í harðri baráttu um enska meistaratitilinn. Solskjær segir að með ummælum sínum sé Klopp að reyna að hafa áhrif á dómara, líkt og Frank Lampard gerði fyrir leik United og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrra. „Ég get ekki talað fyrir aðra stjóra, af hverju þeir segja svona lagað. Augljóslega fannst mér þetta virka hjá Frank í undanúrslitunum bikarkeppninnar því hann talaði um þetta. Við fengum ekki víti sem við áttum að fá í leiknum svo kannski er þetta leið til að hafa áhrif á dómara,“ sagði Solskjær. United tekur á móti Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins klukkan 19:45 í kvöld. United mætir svo Watford í 3. umferð bikarkeppninnar um helgina áður en liðið etur kappi við Liverpool 17. janúar. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Eftir tapið fyrir Southampton á mánudaginn, 0-1, var Klopp ósáttur við að fá ekki tvö víti og sagði að United hafi fengið fleiri slík á síðustu tveimur árum en Liverpool á fimm og hálfu ári. Solskjær var spurður út í ummæli Klopps á blaðamannafundi í gær og gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Þjóðverjann. „Það er líklega staðreynd. Það er sennilega svarið mitt. Það er staðreynd að við höfum fengið fleiri víti,“ sagði Solskjær og vísaði til frægrar ræðu Rafas Benítez, þáverandi stjóra Liverpool, frá 2009 þegar hann las upp lista af staðreyndum sem sneru að United á blaðamannafundi þegar liðin áttu í harðri baráttu um enska meistaratitilinn. Solskjær segir að með ummælum sínum sé Klopp að reyna að hafa áhrif á dómara, líkt og Frank Lampard gerði fyrir leik United og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrra. „Ég get ekki talað fyrir aðra stjóra, af hverju þeir segja svona lagað. Augljóslega fannst mér þetta virka hjá Frank í undanúrslitunum bikarkeppninnar því hann talaði um þetta. Við fengum ekki víti sem við áttum að fá í leiknum svo kannski er þetta leið til að hafa áhrif á dómara,“ sagði Solskjær. United tekur á móti Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins klukkan 19:45 í kvöld. United mætir svo Watford í 3. umferð bikarkeppninnar um helgina áður en liðið etur kappi við Liverpool 17. janúar.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira