Solskjær líkti kvarti Klopps við fræga staðreyndaræðu Benítez Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 07:30 Það er létt yfir Ole Gunnari Solskjær þessa dagana enda hefur Manchester United gengið vel að undanförnu. getty/Ash Donelon Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sakað Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, um að reyna að hafa áhrif á dómara ensku úrvalsdeildarinnar með því að kvarta yfir því hversu margar vítaspyrnur United fær. Eftir tapið fyrir Southampton á mánudaginn, 0-1, var Klopp ósáttur við að fá ekki tvö víti og sagði að United hafi fengið fleiri slík á síðustu tveimur árum en Liverpool á fimm og hálfu ári. Solskjær var spurður út í ummæli Klopps á blaðamannafundi í gær og gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Þjóðverjann. „Það er líklega staðreynd. Það er sennilega svarið mitt. Það er staðreynd að við höfum fengið fleiri víti,“ sagði Solskjær og vísaði til frægrar ræðu Rafas Benítez, þáverandi stjóra Liverpool, frá 2009 þegar hann las upp lista af staðreyndum sem sneru að United á blaðamannafundi þegar liðin áttu í harðri baráttu um enska meistaratitilinn. Solskjær segir að með ummælum sínum sé Klopp að reyna að hafa áhrif á dómara, líkt og Frank Lampard gerði fyrir leik United og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrra. „Ég get ekki talað fyrir aðra stjóra, af hverju þeir segja svona lagað. Augljóslega fannst mér þetta virka hjá Frank í undanúrslitunum bikarkeppninnar því hann talaði um þetta. Við fengum ekki víti sem við áttum að fá í leiknum svo kannski er þetta leið til að hafa áhrif á dómara,“ sagði Solskjær. United tekur á móti Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins klukkan 19:45 í kvöld. United mætir svo Watford í 3. umferð bikarkeppninnar um helgina áður en liðið etur kappi við Liverpool 17. janúar. Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Eftir tapið fyrir Southampton á mánudaginn, 0-1, var Klopp ósáttur við að fá ekki tvö víti og sagði að United hafi fengið fleiri slík á síðustu tveimur árum en Liverpool á fimm og hálfu ári. Solskjær var spurður út í ummæli Klopps á blaðamannafundi í gær og gat ekki stillt sig um að skjóta aðeins á Þjóðverjann. „Það er líklega staðreynd. Það er sennilega svarið mitt. Það er staðreynd að við höfum fengið fleiri víti,“ sagði Solskjær og vísaði til frægrar ræðu Rafas Benítez, þáverandi stjóra Liverpool, frá 2009 þegar hann las upp lista af staðreyndum sem sneru að United á blaðamannafundi þegar liðin áttu í harðri baráttu um enska meistaratitilinn. Solskjær segir að með ummælum sínum sé Klopp að reyna að hafa áhrif á dómara, líkt og Frank Lampard gerði fyrir leik United og Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrra. „Ég get ekki talað fyrir aðra stjóra, af hverju þeir segja svona lagað. Augljóslega fannst mér þetta virka hjá Frank í undanúrslitunum bikarkeppninnar því hann talaði um þetta. Við fengum ekki víti sem við áttum að fá í leiknum svo kannski er þetta leið til að hafa áhrif á dómara,“ sagði Solskjær. United tekur á móti Manchester City í undanúrslitum deildabikarsins klukkan 19:45 í kvöld. United mætir svo Watford í 3. umferð bikarkeppninnar um helgina áður en liðið etur kappi við Liverpool 17. janúar.
Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti