Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2021 23:45 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. Þá hefur verið ákveðið að loka aðgangi forsetans í tólf tíma vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins. This means that the account of @realDonaldTrump will be locked for 12 hours following the removal of these Tweets. If the Tweets are not removed, the account will remain locked.— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021 Í myndbandinu sem Trump birti um klukkan níu að íslenskum tíma bað hann alla mótmælendur að halda friðinn. Hann sagðist þó skilja sársauka þeirra, ítrekaði órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvindl og sagði stuðningsmenn sína einstaka. „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump. Önnur færsla var svo birt rétt eftir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Twitter gerði fljótlega athugasemd við færsluna og sagði hana mögulega hvetja til ofbeldis, og gátu því fylgjendur ekki deilt henni eða líkað við hana. Henni var svo síðar eytt. Færslunni sem var síðar eytt.SKjáskot „Þetta eru hlutirnir sem gerast þegar heilagur yfirburðasigur er hrifsaður af föðurlandsvinum með hrottafengnum hætti, sem hafa þurft að þola slæma og ósanngjarna framkomu í langan tíma. Farið heim með ást og friði. Munum þennan dag að eilífu!“ Óeirðir urðu í þinghúsinu í kvöld þegar þingmenn komu saman til þess að afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti. Stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghúsið og þurftu þingmenn að yfirgefa það. Þá lést kona úr hópi stuðningsmannanna eftir að hafa orðið fyrir skoti inni í þinghúsinu. Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Þá hefur verið ákveðið að loka aðgangi forsetans í tólf tíma vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins. This means that the account of @realDonaldTrump will be locked for 12 hours following the removal of these Tweets. If the Tweets are not removed, the account will remain locked.— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 7, 2021 Í myndbandinu sem Trump birti um klukkan níu að íslenskum tíma bað hann alla mótmælendur að halda friðinn. Hann sagðist þó skilja sársauka þeirra, ítrekaði órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvindl og sagði stuðningsmenn sína einstaka. „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump. Önnur færsla var svo birt rétt eftir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Twitter gerði fljótlega athugasemd við færsluna og sagði hana mögulega hvetja til ofbeldis, og gátu því fylgjendur ekki deilt henni eða líkað við hana. Henni var svo síðar eytt. Færslunni sem var síðar eytt.SKjáskot „Þetta eru hlutirnir sem gerast þegar heilagur yfirburðasigur er hrifsaður af föðurlandsvinum með hrottafengnum hætti, sem hafa þurft að þola slæma og ósanngjarna framkomu í langan tíma. Farið heim með ást og friði. Munum þennan dag að eilífu!“ Óeirðir urðu í þinghúsinu í kvöld þegar þingmenn komu saman til þess að afgreiða kjör Joe Biden með formlegum hætti. Stuðningsmenn Trump brutu sér leið inn í þinghúsið og þurftu þingmenn að yfirgefa það. Þá lést kona úr hópi stuðningsmannanna eftir að hafa orðið fyrir skoti inni í þinghúsinu.
Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
„Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32
Konan sem var skotin í þinghúsinu lést Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06
Gat ekki gengið að kröfum Trump Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. 6. janúar 2021 22:40