Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2021 12:00 Alexander Petersson hefur harkað jafnvel kjálkabrot af sér en varð að fara af velli í gær eftir þungt höfuðhögg. EPA/ANDREAS HILLERGREN „Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst. Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21