Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trumps vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2021 11:51 Ýmsum sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum líst afar illa á það að íslenska fánanum sé veifað meðal stuðningsmanna Trumps í Bandaríkjunum. Vígalegur mótmælandi veifar íslenska fánanum samhliða miklum fána til stuðnings Trump í borginni Sacramento í Bandaríkjunum. Framganga hans og og hvernig íslenski fáninn tengist róstursömum mótmælunum liggur ekki fyrir. Fjölmargir Íslendingar fylgdust agndofa með róstursömum mótmælunum í Bandaríkjunum meðal stuðningsmanna Trumps í nótt þar sem hæst bera óeirðir við bandaríska þinghúsið. En mótmæli fara fram víðar um Bandaríkin. Myndefni birtist á netinu meðal annars frá Sacramento í Californíu þar sem sjá má stuðningsmenn Trumps fara mikinn. Myndefnið birtist á Facebooksíðu sem heitir Black Zebra Productions en þar getur að líta vörpulegan karlmann, fúlskeggjaðan sem veifar miklum fána til marks um stuðning við Trump. En að auki hefur hann festan íslenska fánann við bakpoka sinn. Svo virðist sem þeir sem taka upp myndskeiðið kannist við hann sem mann sem hefur lengi verið virkur í stuðningi sínum við Trump. Fer mikinn og er hinn vígalegasti Þessi maður er áberandi í myndbandinu, sem er langt, honum bregður fyrir oft og fer mikinn. Illugi Jökulsson birtir myndir af manninum og á Facebooksíðu hans fer fram nokkur umræða. Ýmsum líst sannast sagna afar illa á blikuna, vilja síður sjá íslenska fánann í þessu samhengi. Og tjá þann hug sinn á síðu Illuga og reyndar víðar á Facebook. Trump-stuðningsmenn láta líka taka eftir sér í Sacramento.Posted by Illugi Jökulsson on Miðvikudagur, 6. janúar 2021 Aðrir, svo sem Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, furðar sig á slíkum ummælum. „Magnað að lesa ummælin um þennan mann hérna. Ég sé ekkert til hans á þessu myndbandi annað en að hann brúkar borgaraleg réttindi sín vestra til þess að mótmæla. Líkt og við gerum hér - og erum þakklát fyrir að fá að hafa þau réttindi. Gáum að því að þessi maður er ekki með í því að ráðast á þinghúsið, hann er þúsundir mílna í burtu frá þeim atburðum,“ segir Guðmundur. Hlýtur að vera Íslendingur Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan hefur Vísi ekki enn tekist að komast að því hver maðurinn er né hvað honum gengur til að veifa íslenska fánanum í þessu samhengi. Illugi segist, í samtali við Vísi, hafa fengið þetta myndefni sent frá einum af sínum tryggu FB-vinum. Illugi segist ekki vita hver maðurinn er, ekkert umfram það sem sést á myndbandinu. „Þar sést hann oft og lætur að sér kveða,“ segir Illugi. Hann telur að það hljóti að koma á daginn hvern um ræðir. „Ef þetta er Íslendingur, sem ég held að hljóti að vera, þá eru þeir nú varla svo margir í Sacramento eða nágrenni að það sé ekki hægt að finna hann.“ Vísir þiggur með þökkum allar ábendingar í þá átt: Hver er maðurinn og af hverju er íslenski fáninn kominn í þetta samhengi? Hvað manninum gengur til með að vappa um meðal mótmælenda, stuðningsmanna Trumps, með íslenska fánann á lofti liggur ekki fyrir. Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íslenski fáninn Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar fylgdust agndofa með róstursömum mótmælunum í Bandaríkjunum meðal stuðningsmanna Trumps í nótt þar sem hæst bera óeirðir við bandaríska þinghúsið. En mótmæli fara fram víðar um Bandaríkin. Myndefni birtist á netinu meðal annars frá Sacramento í Californíu þar sem sjá má stuðningsmenn Trumps fara mikinn. Myndefnið birtist á Facebooksíðu sem heitir Black Zebra Productions en þar getur að líta vörpulegan karlmann, fúlskeggjaðan sem veifar miklum fána til marks um stuðning við Trump. En að auki hefur hann festan íslenska fánann við bakpoka sinn. Svo virðist sem þeir sem taka upp myndskeiðið kannist við hann sem mann sem hefur lengi verið virkur í stuðningi sínum við Trump. Fer mikinn og er hinn vígalegasti Þessi maður er áberandi í myndbandinu, sem er langt, honum bregður fyrir oft og fer mikinn. Illugi Jökulsson birtir myndir af manninum og á Facebooksíðu hans fer fram nokkur umræða. Ýmsum líst sannast sagna afar illa á blikuna, vilja síður sjá íslenska fánann í þessu samhengi. Og tjá þann hug sinn á síðu Illuga og reyndar víðar á Facebook. Trump-stuðningsmenn láta líka taka eftir sér í Sacramento.Posted by Illugi Jökulsson on Miðvikudagur, 6. janúar 2021 Aðrir, svo sem Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, furðar sig á slíkum ummælum. „Magnað að lesa ummælin um þennan mann hérna. Ég sé ekkert til hans á þessu myndbandi annað en að hann brúkar borgaraleg réttindi sín vestra til þess að mótmæla. Líkt og við gerum hér - og erum þakklát fyrir að fá að hafa þau réttindi. Gáum að því að þessi maður er ekki með í því að ráðast á þinghúsið, hann er þúsundir mílna í burtu frá þeim atburðum,“ segir Guðmundur. Hlýtur að vera Íslendingur Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan hefur Vísi ekki enn tekist að komast að því hver maðurinn er né hvað honum gengur til að veifa íslenska fánanum í þessu samhengi. Illugi segist, í samtali við Vísi, hafa fengið þetta myndefni sent frá einum af sínum tryggu FB-vinum. Illugi segist ekki vita hver maðurinn er, ekkert umfram það sem sést á myndbandinu. „Þar sést hann oft og lætur að sér kveða,“ segir Illugi. Hann telur að það hljóti að koma á daginn hvern um ræðir. „Ef þetta er Íslendingur, sem ég held að hljóti að vera, þá eru þeir nú varla svo margir í Sacramento eða nágrenni að það sé ekki hægt að finna hann.“ Vísir þiggur með þökkum allar ábendingar í þá átt: Hver er maðurinn og af hverju er íslenski fáninn kominn í þetta samhengi? Hvað manninum gengur til með að vappa um meðal mótmælenda, stuðningsmanna Trumps, með íslenska fánann á lofti liggur ekki fyrir.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íslenski fáninn Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37