„Fáránlegt“, „heimskulegt“ og „týpískt IHF“ segja dönsku landsliðsmennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 23:00 Henrik Møllgaard er allt annað en sáttur með mótshaldara og alþjóðhandboltasambandið. Jan Christensen/Getty Það fór hrollur um dönsku þjóðina fyrr í vikunni er stærsta stjarna liðsins Mikkel Hansen greindi frá því í síðustu viku að hann íhugaði að gefa ekki kost á sér á HM í Egyptalandi vegna þess hvernig Alþjóðahandboltasambandið ætlaði að tækla mótið. Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen. HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen.
HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31
Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30
Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00