400 milljóna sekt vegna brota Byko Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 20:30 Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Norvik, móðurfélag Byko, var í dag dæmt til þess að greiða 400 milljón króna stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Málið má rekja aftur til ársins 2010 þegar fyrirsvarsmenn Múrbúðarinnar sneru sér að Samkeppniseftirlitinu og tilkynntu því að Byko og Húsasmiðjan höfðu reynt að fá fyrirtækið til þess að taka þátt í ólögmætu samráði. Vorið 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingarvörum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í málinu 15. maí 2015 þar sem Norvik var gert að greiða 650 milljón króna sekt í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði þá stjórnvaldssekt niður í 65 milljónir eftir að málinu var skotið þangað. Málið fór næst fyrir héraðsdóm sem kvað upp dóm í maí 2018. Taldi dómurinn að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum og hækkaði sektina aftur upp í 400 milljónir. Þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar sem taldi brotin vissulega varða við ákvæði samkeppnislaga, en hafnaði því að beita ákvæðum EES-samningsins og var sektin lækkuð í 325 milljónir með dómi réttarins síðasta sumar. Brot Byko talin alvarleg Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag. Þar var farið yfir þau brot sem deilt var um og segir í niðurstöðu dómsins að brotin hafi getað torveldað öðrum keppinautum frá öðrum EES-ríkjum að ná fótfestu á þeim markaði er samráðið var. Markmiðið hafi verið að raska samkeppni. Þá segir jafnframt að fyrirtækin hafi verið í yfirburðastöðu á skilgreindum mörkuðum málsins, sem væri mikilvægur fyrir almenning. Brotin hafi því beinst að mikilsverðum hagsmunum neytenda og fram hafi komið einbeittur vilji til samráðs ef litið væri til símtals framkvæmdastjóra fagsölusviðs Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar, þar sem hvatt var til „víðtæks verðsamráðs“. „Í þessu símtali kemur fram einbeittur vilji til alvarlegs samráðs og fólst í því gróft brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Öll brot gagnáfrýjandans Byko ehf. voru alvarleg og fólu í sér skipulagt og kerfisbundið samráð milli fyrirtækja sem voru nánast einráð á þeim markaði sem brotin tóku til,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur nauðsynlegt að tryggja varnaðaráhrif vegna brota gegn samkeppnislögum við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar og leit einnig til þess hversu lengi samráð fyrirtækjanna stóð. Var hæfileg sekt því ákvörðuð 400 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir niðurstöðuna þýðingarmikla „Dómur Hæstaréttar Íslands í dag hefur mikla þýðingu fyrir framþróun samkeppnisréttar á Íslandi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilkynningu á vef eftirlitsins. Segir hann dóminn undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki gæti ítrasta sjálfstæðis í starfsemi sinni og forðist „hvers konar samráð, samskipti og upplýsingamiðlun milli keppinauta sem dregið getur úr samkeppni“ sem geti leitt til tjóns fyrir almenning. „Þetta mál er einnig mikilvæg áminning til fyrirtækja sem nú eiga í rekstrarerfiðleikum, um að lausna á slíkum vanda er ekki að leita í hækkun verðs til viðskiptavina, í skjóli samkeppnishindrana.“ Dómsmál Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Vorið 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Hafi málið snúið að verðsamráði á mikilvægum byggingarvörum. Samkeppniseftirlitið tók ákvörðun í málinu 15. maí 2015 þar sem Norvik var gert að greiða 650 milljón króna sekt í ríkissjóð. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði þá stjórnvaldssekt niður í 65 milljónir eftir að málinu var skotið þangað. Málið fór næst fyrir héraðsdóm sem kvað upp dóm í maí 2018. Taldi dómurinn að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum og hækkaði sektina aftur upp í 400 milljónir. Þaðan var málinu áfrýjað til Landsréttar sem taldi brotin vissulega varða við ákvæði samkeppnislaga, en hafnaði því að beita ákvæðum EES-samningsins og var sektin lækkuð í 325 milljónir með dómi réttarins síðasta sumar. Brot Byko talin alvarleg Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag. Þar var farið yfir þau brot sem deilt var um og segir í niðurstöðu dómsins að brotin hafi getað torveldað öðrum keppinautum frá öðrum EES-ríkjum að ná fótfestu á þeim markaði er samráðið var. Markmiðið hafi verið að raska samkeppni. Þá segir jafnframt að fyrirtækin hafi verið í yfirburðastöðu á skilgreindum mörkuðum málsins, sem væri mikilvægur fyrir almenning. Brotin hafi því beinst að mikilsverðum hagsmunum neytenda og fram hafi komið einbeittur vilji til samráðs ef litið væri til símtals framkvæmdastjóra fagsölusviðs Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar, þar sem hvatt var til „víðtæks verðsamráðs“. „Í þessu símtali kemur fram einbeittur vilji til alvarlegs samráðs og fólst í því gróft brot gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES-samningsins. Öll brot gagnáfrýjandans Byko ehf. voru alvarleg og fólu í sér skipulagt og kerfisbundið samráð milli fyrirtækja sem voru nánast einráð á þeim markaði sem brotin tóku til,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur nauðsynlegt að tryggja varnaðaráhrif vegna brota gegn samkeppnislögum við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar og leit einnig til þess hversu lengi samráð fyrirtækjanna stóð. Var hæfileg sekt því ákvörðuð 400 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið segir niðurstöðuna þýðingarmikla „Dómur Hæstaréttar Íslands í dag hefur mikla þýðingu fyrir framþróun samkeppnisréttar á Íslandi,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í tilkynningu á vef eftirlitsins. Segir hann dóminn undirstrika mikilvægi þess að fyrirtæki gæti ítrasta sjálfstæðis í starfsemi sinni og forðist „hvers konar samráð, samskipti og upplýsingamiðlun milli keppinauta sem dregið getur úr samkeppni“ sem geti leitt til tjóns fyrir almenning. „Þetta mál er einnig mikilvæg áminning til fyrirtækja sem nú eiga í rekstrarerfiðleikum, um að lausna á slíkum vanda er ekki að leita í hækkun verðs til viðskiptavina, í skjóli samkeppnishindrana.“
Dómsmál Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira