Leikmenn biðla til forseta IHF að banna áhorfendur á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:59 Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins, er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forseta IHF. getty/Jan Christensen Evrópsku leikmannasamtökin hafa sent Dr. Hassan Moustafa, forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, bréf þar sem þeir biðla til hans að banna áhorfendur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætla Egyptar að leyfa áhorfendur á HM sem hefst í næstu viku. Selt verður í fimmtung sæta í hverri keppnishöll, áhorfendur þurfa að virða fjarlægðartakmörk og vera með grímu. Meðal leikmanna sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag eru Norðmaðurinn Sander Sagosen og Danirnir Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard og Morten Olsen. Hansen sagðist íhuga að spila ekki á HM og Møllgaard sagði ákvörðun mótshaldara að leyfa áhorfendur heimskulega. Olsen sagði svo að þetta væri týpískt fyrir IHF. Nú hafa evrópsku leikmannasamtökin sent Moustafa bréf þar sem þau biðla til hans að banna áhorfendur á HM. Þar kemur einnig fram að ef áhorfendur verða leyfðir verði að vera skýrar reglur hvernig leikirnir eigi að fara fram. TV 2 í Noregi greinir frá. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins. Bréfið var sent í gær. Ekki liggur enn fyrir hvort IHF verður við beiðni leikmannanna en það verður að teljast afar ólíklegt. Hinn umdeildi Moustafa er Egypti og vill eflaust tryggja sínum mönnum sem mestan stuðning á HM. Engir áhorfendur voru á Evrópumóti kvenna sem fór fram í Danmörku í lok síðasta árs og í flestum deildum heims er leikið fyrir luktum dyrum. HM 2021 í handbolta Egyptaland Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn ætla Egyptar að leyfa áhorfendur á HM sem hefst í næstu viku. Selt verður í fimmtung sæta í hverri keppnishöll, áhorfendur þurfa að virða fjarlægðartakmörk og vera með grímu. Meðal leikmanna sem hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag eru Norðmaðurinn Sander Sagosen og Danirnir Mikkel Hansen, Henrik Møllgaard og Morten Olsen. Hansen sagðist íhuga að spila ekki á HM og Møllgaard sagði ákvörðun mótshaldara að leyfa áhorfendur heimskulega. Olsen sagði svo að þetta væri týpískt fyrir IHF. Nú hafa evrópsku leikmannasamtökin sent Moustafa bréf þar sem þau biðla til hans að banna áhorfendur á HM. Þar kemur einnig fram að ef áhorfendur verða leyfðir verði að vera skýrar reglur hvernig leikirnir eigi að fara fram. TV 2 í Noregi greinir frá. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Bjarte Myrhol, fyrirliði norska landsliðsins. Bréfið var sent í gær. Ekki liggur enn fyrir hvort IHF verður við beiðni leikmannanna en það verður að teljast afar ólíklegt. Hinn umdeildi Moustafa er Egypti og vill eflaust tryggja sínum mönnum sem mestan stuðning á HM. Engir áhorfendur voru á Evrópumóti kvenna sem fór fram í Danmörku í lok síðasta árs og í flestum deildum heims er leikið fyrir luktum dyrum.
HM 2021 í handbolta Egyptaland Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira