Enn er ekki vitað hver orsök eldsvoðans eru en rannsókn er þegar hafin. Eldurinn kviknaði um klukkan tvö í nótt að staðartíma, að sögn sjúkrahússstarfsmanna.
Eldurinn breiddist hratt út og gekk björgunarstarf illa vegna eldsins. Hjúkrunarfræðingur á fæðingadeildinni varð vör við reyk sem streymdi út af vökudeildinni og hringdi á neyðarlínuna.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tísti í morgun samúðarkveðjum til fjölskyldnanna sem misstu ættingja í eldsvoðanum.
„Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í Bhandara, Maharashtra, þar sem við höfum misst dýrmæt ung líf,“ skrifaði forsætisráðherrann.
Heart-wrenching tragedy in Bhandara, Maharashtra, where we have lost precious young lives. My thoughts are with all the bereaved families. I hope the injured recover as early as possible.
— Narendra Modi (@narendramodi) January 9, 2021