Harris English var með forystu fyrir hring númer þrjú en eftir þriðja hringinn er hann enn í forystuna - þó jafn Ryan Palmer sem spilaði manna best eða á 64 höggum í nótt.
Palmer lék á alls odds í gær. Hann fékk alls níu fugla. Þrjá á fyrri níu holunum en sex á þeim síðari níu. Hann fékk fimm fugla í röð á holum tólf til sextán og endaði svo átjándu holuna á fugli.
Anything you can do @RyanPalmerPGA & @CollinMorikawa pin-seeking from 310+ yards. #QuickHits pic.twitter.com/g5Jnfv6AnN
— PGA TOUR (@PGATOUR) January 10, 2021
English og Palmer eru því samanlagt á tuttugu og einu höggi undir pari en skammt undan er Collin Morikawa. Hann er á tuttugu höggum undir pari og Daniel Berger er á átján höggum undir pari.
Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér.
Útsending frá fjórða og síðasta degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 21.00 í kvöld.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.