Segir að fullt af leikmönnum vilji ekki koma til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 09:00 Er það kannski ekki eins spennandi og margur heldur að verða liðsfélagar þeirra Jordan Henderson, Sadio Mané, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino hjá Liverpool. Getty/ John Powell Aðalskúbbarinn í Evrópufótboltanum heldur því fram að leikmenn hafi ekki áhuga á því að koma til Liverpool undir núverandi kringumstæðum. Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Fréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur skapað sér nafn með því að vera mjög oft fyrstur með fréttirnar þegar kemur að kaupum og sölum leikmanna í Evrópufótboltanum. Hann er frábærlega tengdur og veit nákvæmlega hvað er í gangi á bak við tjöldin. Romano hefur nú sagt sína skoðun á því í hvaða stöðu Englandsmeistarar Liverpool eru á þessum tímapunkti. Liverpool liðið hefur glímt við mikil meiðsli í vetur og gerir enn. Stuðningsmenn og aðrir hafa kallað eftir liðstyrk í janúar en ef marka má orð Fabrizio Romano þá gæti það orðið erfiðara en margur heldur. Hingað til hefðu flestir haldið að það væri draumur flestra fótboltamanna að komast til eins frægasta fótboltafélags heims og fá um leið tækifæri til að spila undir stjórn frábærs knattspyrnustjóra eins og Jürgen Klopp. Svo virðist þó ekki vera. "A lot of players now don't want to join Liverpool."https://t.co/j3DqhZwKkq— SPORTbible (@sportbible) January 11, 2021 Romano sagði ekki aðeins frá því að leikmenn vilja ekki koma til Liverpool í janúarglugganum heldur einnig ástæðuna fyrir því. Samkvæmt Fabrizio Romano þá er það ekki spennandi hlutverk fyrir marga að vera í afleysingum fyrir menn eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez, Joel Matip og Diogo Jota . „Fullt af leikmönnum vilja ekki koma til Liverpool núna og spila bara fimm, sex eða sjö leiki áður en aðalleikararnir koma aftur úr sínum meiðslum. Þá tæki við bekkjarseta hjá þeim í eitt tímabil eða meira,“ sagði Fabrizio Romano í viðtali við „Here We Go“ hlaðvarpið á SB Nation. „Staðan er því þannig að Liverpool er enn að skoða þann möguleika að klára tímabilið með sama lið. Þeir munu stökkva ef tækifærið skapast en annars mun liðið halda sig við núverandi leikmannahóp,“ sagði Romano. NEW: Fabrizio Romano explains why defenders might not want to join Liverpool this month.https://t.co/gRxNxmboPG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 Það hefur lengi verið stefna hjá Liverpool að sýna þolinmæði á félagsskiptamarkaðnum og nýta sér það þegar réttu tækifærin opnast á markaðnum. Klopp hefur tekist að gera mjög góð kaup á undanförnum árum sem hefur hjálpað honum mikið við að koma Liverpool liðinu á toppinn. Þeir stuðningsmenn sem voru að vonast eftir einum, tveimur eða jafnvel þremur sterkum leikmönnum í janúarglugganum verða hins vegar væntanlega fyrir vonbrigðum ef marka má orð Fabrizio Romano. Það hljóta samt að vera til fótboltamenn með nógu mikinn metnað og nægt sjálfstraust til þess að grípa gæsina og treysta sér til að eigna sér stöðuna í Liverpool liðinu. Hvort að Liverpool finni slíka menn á nógu góðu verði verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira