Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2021 09:00 Sigurður Leifsson er ástríðufullur veiðimaður en var mjög jákvæður fyrir því að taka þátt í vegantilraun. Það var konan hans Sigríður H. Kristjánsdóttir einnig, enda ástríðukokkur. Dóttir þeirra Isabella lét tilleiðast. Kjötætur óskast! „Ég fer dálítið í gæs og svo fer maður náttúrulega á rjúpu, til að ná í jólamatinn. Það eru skemmtilegustu veiðarnar. Maður labbar heilu og hálfu dagana og fær ekki neitt. En það er bara fínt,“ segir Sigurður Leifsson, ástríðuveiðimaður og einn af eigendum World Class. „Mér finnst virkilega gefandi að þramma einn á fjöllum með sjálfum sér. Svo fer ég á hreindýr og hef farið til Spánar að skjóta villisvín og til Grænlands að veiða sauðnaut.“ Sigurður féllst á, ásamt fjölskyldu sinni, að taka þátt í vegantilraun fyrir sjónvarpsþættina „Kjötætur óskast!.“ Hann fullyrðir þó að hann sé ekki forfallinn veiðimaður - þótt frystikistan heima hjá þeim bendi til annars. „En allt sem ég skýt, það borðum við.“ Mikill munur á kolefnasporinu Það verður áskorun fyrir fjölskylduna að skipta yfir á veganfæði. Siggi æfir flesta daga vikunnar og þarf almennilega næringu til að viðhalda vöðvaaflinu, Sigga Dóra konan hans fékk Covid í fyrstu bylgju og er enn í bataferli. Þá er dóttir þeirra Isabella öflug körfuboltakona og æfir stíft. Það er því áríðandi fyrir þau öll að fá næga næringu. En þau voru afar jákvæð fyrir því að prófa að sneiða hjá öllum dýraafurðum og fannst magnað að átta sig á hversu gríðarlegur munur er á kolefnisspori máltíða eftir því hvort og hvernig kjöt er í þeim. Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allar fjölskyldurnar mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Klippa: Kjötætur óskast - Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Lóa segir að Verkfræðistofan EFLA hafi veitt ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna. Matur Vegan Bíó og sjónvarp Umhverfismál Kjötætur óskast! Tengdar fréttir Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. 10. janúar 2021 13:46 Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. 9. janúar 2021 09:00 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
„Mér finnst virkilega gefandi að þramma einn á fjöllum með sjálfum sér. Svo fer ég á hreindýr og hef farið til Spánar að skjóta villisvín og til Grænlands að veiða sauðnaut.“ Sigurður féllst á, ásamt fjölskyldu sinni, að taka þátt í vegantilraun fyrir sjónvarpsþættina „Kjötætur óskast!.“ Hann fullyrðir þó að hann sé ekki forfallinn veiðimaður - þótt frystikistan heima hjá þeim bendi til annars. „En allt sem ég skýt, það borðum við.“ Mikill munur á kolefnasporinu Það verður áskorun fyrir fjölskylduna að skipta yfir á veganfæði. Siggi æfir flesta daga vikunnar og þarf almennilega næringu til að viðhalda vöðvaaflinu, Sigga Dóra konan hans fékk Covid í fyrstu bylgju og er enn í bataferli. Þá er dóttir þeirra Isabella öflug körfuboltakona og æfir stíft. Það er því áríðandi fyrir þau öll að fá næga næringu. En þau voru afar jákvæð fyrir því að prófa að sneiða hjá öllum dýraafurðum og fannst magnað að átta sig á hversu gríðarlegur munur er á kolefnisspori máltíða eftir því hvort og hvernig kjöt er í þeim. Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allar fjölskyldurnar mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Klippa: Kjötætur óskast - Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Lóa segir að Verkfræðistofan EFLA hafi veitt ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna.
Matur Vegan Bíó og sjónvarp Umhverfismál Kjötætur óskast! Tengdar fréttir Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. 10. janúar 2021 13:46 Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. 9. janúar 2021 09:00 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. 10. janúar 2021 13:46
Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. 9. janúar 2021 09:00